Óska ykkur ljúfs kvölds

Ég er orðin löt við bloggið, kalla það samt gott að það er bara rúmur mánuður síðan að ég bloggaði síðast.

Hér í Svíþjóð er mikill vetur, allt á kafi í snjó. Þegar að ég lít út um gluggana hjá mér, þá er óskaplega jólalegt, og það verða örugglega hvít jól í ár.

Ég held mig heima, og geri það síðasta fyrir mitt lítilfjörlega jólaboð, sökum slæmrar færðar eru flestir af gestum mínum búnir að afpanta plássin sín hjá mér, og varð það til þess að þegar að ég rúllaði kjötbollur ( já hér í Svíþjóðinni eru étnar kjötbollur á jólunum) þá tók því ekki að rúlla alltof margar, þannig að ég hafði tíma til þess að skella í eina súkkulaðiköku, ný uppskrift, mjólkursúkkulaði og ýmislegt annað, dásamleg kaka, ég er búin að smakka nokkuð oft, og þori ekki að hugsa um allar kaloríurnar, en það eru bara jól einu sinni á ári.

Ég les oft athugasemdir á FB, og hef tekið eftir því hvað fólk notar orðið ljúfur mikið í íslenskunni.

Ljúfan mín, eigðu ljúfan dag, vona að kvöldmaturinn verði ljúfur, ljúfust af öllum, er þetta orð í tísku, er ég svona hallærisleg að ég hef ekki upptvötað þetta fagra orð fyrr en nú.

Ég fékk bók í jólagjöf, gat auðvitað ekki setið á mér að rifa upp pakkann, og er þegar farin að lesa hana.

Bókin heitir" Ég man þig"eftir Yrsu Sigurðardóttur, frábær bók, en ekkert sérstaklega "ljúft" fólk í þeirri bók, vil ekki rekja atburði bókarinnar hérna, en ráðlegg ekki myrkfælnu fólki að lesa þessa annars velskrifinu bók.

Ég óska öllum sem að nenna að lesa þetta Gleðilegra jóla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gleðilega jólarest ljúfan mín, gleðilegt nýtt ár og takk fyrir gamla árið

Jónína Dúadóttir, 2.1.2011 kl. 00:22

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Sigríður Sigurðardóttir, 5.3.2011 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og þremur?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 99331

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband