Margt er skrítið í kýrhausnum

Langt er síðan að ég bloggaði, kíki helst á fjósbókina, sem að er svo leikandi létt, bara að ýta á like við það mesta eða að láta eiga sig að gera athugasemdir, nema að fjölskyldan hafi sett inn nýjar myndir.

Les nú alltaf Moggann okkar og svona til að fylgjast með spennandi slúðri þá les ég DV blaðið sem að allir hafa skömm á, en geta samt ekki stillt sig um að lesa í laumi. 

Margt finnst mér skrítið heima, til dæmis húsaleigan sem að virðist hækka daglega, og virðist það bara vera fyrir vel efnað fólk að geta búið í mannsæmandi húsnæði, hinir aumingjarnir kúldrast í sóðalegum herbergjum fyrir ofan bílaverkstæði eða skrifstofur, fyrir okur leigur eða ég kalla okur þegar að eitt herbergi með aðgang að sturtu og klósetti kostar 50 þúsund fyrir mánuðinn, og oft ekki svefnfriður fyrir ópum í alls kyns lýð sem að er annað hvort búandi á sama stað eða fastagestir hjá hinum gestunum.

Þekki eitt dæmi vel, kona nýflutt heim eftir margra ára búsetu erlendis, var svo óskaplega heppin að hún fékk í gegn um kunningsskap leigt gamalt þvottahús, reyndar búið að henda inn sturtu og eldavél í sitt hvort hornið, eini lúxusinn er að það er líka þvottavél. Fyrir þetta borgar hún sem samsvarar því sem að hún fær í ellilífeyrir á mánuði.

Um leið veit ég að það er yfirfullt af tómum íbúðum heima, þannig að enginn á að þurfa að búa við þessar aðstæður sem að líkjast því sem að er venjulegt í afar fátækum löndum, ennþá höfum við ekki tilheyrt þeim hóp, nema að við séum komin í hann núna árið 2014.

Um leið eru atvinnumálin merkileg, man ekki hversu oft kassadömurnar í búðunum gátu svarað spurningum á íslensku, oftast var horft á spyrjandann með spurningar augum, ef spurt var um annað en poka ræfil til að stinga vörunum oní. Þetta var 2013 síðast þegar að ég var heima, en þá var ég síðasta daginn að kaupa smávegis af mat í afar stórri búð, þar þurfti ég að spyrjast til vegar, til að komast að flatkökunum, enginn af starfsfólkinu þar talaði íslensku.

Veit að krafa fyrir því að fá vinnu hérna í Svíþjóð er að fólk sé að minnsta kosti sænsku mælandi.

En þar sem að íslenskan er látin í léttu rúmi liggja heima, þá fer ég að velta fyrir mér hvort að tilfellið sé að það þurfi að borga íslensku mælandi fólki hærra kaup,  þess vegna sé mállausa fólkið tekið í vinnu, og þá á algjöru lágmarkslaunum.

Margt er skrítið í kýrhausnum sagði kellingin, og ég held með henni.

Læt þetta gott heita 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband