Heyr fyrir Torfusamtökunum

Mikið er ég nú sammála Torfusamtökunum. Aðfarirnar hjá lögreglunni á Vatnsstíg voru ömurlegar. Og auðvitað eigum við íslendingar að varðveita þessi gömlu hús, í stað þess að láta þau grotna niður, í þeim tilgangi að síðan rífa þau, og byggja steinkumbalda sem að  hvergi eiga heima nema í úthverfum bæjarins.

Mikið fannst mér gaman að ganga um miðbæinn gamla og sjá gömlu húsin okkar, sumum var vel við haldið, öðrum minna við haldið, og ættu eigendur þessara húsa að fá styrki til að geta staðið undir viðhaldi og málningu á gömlu húsunum okkar.

 Þessi hús er partur af sögu Reykjavíkurborgar, við höfum ekki alltaf búið í átta hæða blokkum, með lyftu, eða fjögur hundruð fermetra steinhúsum.

 


mbl.is Torfusamtökin gagnrýna hörku lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þá spyr ég þig, varst þú á staðnum ?

Ég var þarna og sá vel hvernig þetta fór fram og ég er hissa á hversu þolinmóð lögreglan var við þetta fólk.

Hún gaf þeim skýr fyrirmæli um að yfirgefa bygginguna þar sem eigandi hennar hafði farið fram á að húsið skyldi vera rýmt þar sem hann bæri ábyrgð á þeim inni í húsinu.

Fólkið neitaði að fara og hafði byrgt allskonar drasl fyrir hurðar til að hyndra aðgang lögreglu (það eitt sýnir fram á það að þau hafi vel búist við því að lögreglan myndi að lokum þurfa ganga inn og bera þau út), seinna meir byrjaði það að henda smágrjóti, skyri og allskonar drasli í lögregluna.

Það setti mælinn fullan og lögreglan barði sér leið inn og handtók fólkið.

Ég ætla ekki að hlusta á þessi fáránlegu rök að útaf því hús séu tóm þá eigi hver sem er rétt á að strunsa inn og fara búa í því.

Svo skal tekið skýrt fram " Fari fólk ekki eftir leiðbeiningum lögreglu hefur hún rétt á því að handtaka það tímabundið þar til leyst hefur verið úr vandanum "

Arnar (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 13:07

2 identicon

Afhverju ætti þetta fólk að vilja fara eftir leiðbeiningum útúr kókaðra sérsveitramanna sem hafa fengið þjálfun frá Birni Bjarnasyni.

Palli (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 13:16

3 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Arnar, ég sá þessa frétt í sjónvarpinu, og fannst löggan nokkuð harðhent, og sá ég ekki betur en að löggan sjálf væri mölvandi glugga.

Það gefur augaleið, að enginn getur flutt inn í tóm hús, nema með leifi húseiganda. En voru þetta ekki krakkar sem að voru meira og minna að mótmæla niðurrifi gamla bæjarins.

Palli, ekki veit ég svör við þessu

Heiður Helgadóttir, 21.4.2009 kl. 13:22

4 identicon

- Palli ég þekki tvo sem eru starfandi hjá sérsveit ríkislögreglustjóra og þessi rök þín eiga ekkert við að stemmast.

Skemmtilegt fólk í þessari deild og að öllu mestu vel þjálfaðir FAGMENN sem vita hvernig á að bregðast við hverjum einstöku aðstæðum.

Reynið rétt að ýminda ykkur álagið sem leggst ofaná þetta fína fólk sem viðheldur lög og reglu í þessu landi svo hinn almenni borgari geti sofið rótt á næturnar.

(Ekki samt taka því sem svo að ég sé að neita því að einn og einn svartur sauður leynist í lögreglunni eins og í hverju öðru starfi)

Skal samt taka þar skýrt fram að ég er ekkert meira hrifinn af Birni en þú, sumir stjórnmálamenn einfaldlega vita ekki hvenær er best að segja bara af sér í stað þess að skíta upp á bak og draga flokkana niður með sér en nóg um pólitíkina.

- Heiður nei lögreglan var ekki harðhent miðað við aðstæður, lýtur auðvitað þannig út í sjónvarpinu og þegar tekið er viðtal við stuðningsmenn þessa fólks.

Fólkið sem var þarna var á bilinu 20-25 ára gamalt og það eru til margar skárri leiðir en þessi sem var tekin.

Facebook, undirskrift, mótmæla, vekja athygi í blöðum og sjónvarpi en ekki með því að flykkjast inn í ónýtt húsnæði og ætla sér að fara opna fríbúð þar sem allt er frítt þegar húsið sjálft er HANDÓNÝTT.

Lögreglan varð að bregðast svona við til að tryggja öryggi þess, nefni bara sem dæmi ef eldur hefði kviknað í á efstu hæðinni hefði fólkið ekki komist út um dyrnar í húsinu þar sem það hafði fyllt allt af drasli til þess eina að hyndra aðgöngu lögreglu.

Auðvitað er alltaf hægt að segja eftirá hvað hefði mátt fara betur fram en málið er bara að lögreglan þarf að meta hvert atvik fyrir sig og bregðast sem fyrst til að tryggja öryggi almennings og þeirra sjálfs.

Jæja ég sem ætlaði bara að hafa þetta létt og laggott en færðist víst út í aðeins meiri skrift en það hehe.

Eigið góðan dag öllsömul :)

Arnar (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 13:34

5 Smámynd: Torfusamtökin

Við viljum ekki trúa öðru en að í Lögreglunni sé afbragðsfólk sem eigi heiður skilið fyrir vel unnin störf.  Í þessari aðgerð voru hins vegar m.a. gerð þau mistök að líta svo á að húsið ætti ekki tilverurétt.  Staðreyndin er sú að það hafa staðið deilur um þetta hús ásamt öðrum húsum í miðborginni.  Eigandin sér mestan hag í því að húsið fari og hann geti hámarkað byggingarmagn á lóðinni, það er hins vegar kannski ekki það besta fyrir samfélagið og hverfið í heild sinni.  Mig grunar að lögreglan hafi tekið orð eigandans um að húsið væri einskis virði án þess að bera það undir aðra aðila.  Húsið er hins (eða öllu heldur var) í toppstandi, utan sem innan og tilbúið til útleigu. 

Það er fyrirséð að það verði nánast framkvæmdastopp hjá einkaaðilum í miðborginni, það er því mjög mikilvægt að setja þrýsting á að þessi hús sem hafa verið tæmd af eigendum sínum fái hlutverk aftur hið snarast og verði sett útleigu eða seld, það er ekki síst vegna þess að þegar þau eru tóm eru þau tilvalinn sem svefnstaður fyrir ógæfufólk, það skapar aftur á móti töluvert ónæði og hættu.  Það er til lengri tíma litið lögreglunni sjálfri fyrir bestu að eðlileg starfsemi sé í þessum húsum.

Torfusamtökin , 21.4.2009 kl. 13:52

6 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Arnar, þakka þér fyrir góð svör(þau voru ekki of löng) auðvitað eru tvær hliðar á öllum málum, ég er bara leikmanneskja sem að er annt um gamla bæinn okkar. Óska þér sjálfum góðs dags.

Heiður Helgadóttir, 21.4.2009 kl. 13:53

7 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Og Torfusamtökin, þakka líka fyrir góð svör, ekki veit ég hvort að ég hef misskilið eitthvað í Vatnstígarfréttinni, en mér fannst vera látið í skína að húsið þar væri óíbúðarhæft. Og vonandi tekst að bjarga gömlu húsunum okkar, vonandi vill fólk búa í þeim, og tekur þá saman höndum  að lagfæra og dytta að því sem að miður fer.

Heiður Helgadóttir, 21.4.2009 kl. 14:02

8 identicon

Toppstand og tilbúið til útleigu!!! Eftir því sem ég man best þá var hvorki vatn né rafmagn á húsinu, sem þýðir að það hefur verið ókynnt um einhvern tíma. Sér er nú hvert tilbúið til útleigu.

Og hvað með það þótt það standi tómt. Hver á að leigja það og fyrir hvað? Það standa ótal íbúðir og atvinnuhúsnæði tómt þessa dagana og er búið að standa tómt lengi. Hvaðan eiga þeir að koma sem leigja húsnæðið? Ég veit ekki til þess að það séu biðlistar eftir húsnæði. Hver veitir síðan þessu hústökufólki heimild til að yfirtaka það sem þeim sýnist? Á maður kannski að búast við því að þau taki annan bílinn sem maður á og noti eins og þeim sýnist bara af því að hann stendur tómur fyrir framan húsið mitt og hefur staðið þar nokkurn tíma??? Ég bara spyr: Hvar dregur maður mörkin í sjálftöku og sjálfstúlkun á lögum þeim sem þjóðfélagið hefur samþykkt að fara eftir? Ég vona að Torfusamtökin virði að við mig að ég kýs að hafa mínar eigin skoðanir og er ég þeirrar skoðunar að lögreglan hafi farið allt of mjúkum höndum um þetta svokallaða hústökufólk, sem í mínum huga er ekkert annað en fínt orð yfir yfir ótínda þjófa. Því þjófur það er sem tekur eignir annara og nýtir fyrir sig. Í mínum huga er enginn munur á þeim sem taka húsnæði annara til að nota fyrir sig án leyfis eigenda þeirra og þeirra sem taka fjármuni annara og nota þá í eigin þágu eða leggja þá í áhættu án vitunar eigandans.

Þar að auki er ég stórlega ósammála t.d. Torfusamtökunum hvað það varðar að mikið af þessum gömlu húsum eru forljótir kumbaldar og bænum til háborinnar skammar. Það væri nær að setja jarðýtuna á þau og leyfa mönnum að hanna ný hús og fallegri til að koma í staðin. Mörg hver af þessum nýju húsum eru til mikilla sóma. Sjáið þið t.d. hótelbygginguna sem er skáhallt á móti Hjálpræðishernum niðri í miðbæ. Þarna stóð forljótur kumbaldi sem var rifinn og síðan byggt þetta skemmtilega hús í staðinn.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 14:42

9 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ég leyfi mér að birta hér eigin veffærslu um þetta mál:

"Ég get að mörgu leyti tekið undir sjónarmið Torfusamtakanna. Ég hef gaman af því að sjá fegurð í gömlum húsum og geta lesið byggingar og þróunarsögu samfélagsins í þeim.

Þess vegna finnst mér rétt að umgangast gömul hús með virðingu og mér finnst einnig að það sé kominn tími til að spyrna við hælum í byggingargleðinni. Það er búið að byggja miklu meira af íbúðar-, verzlana-, og skrifstofufermetrum en við höfum þörf fyrir.

Mér þykir þó gagnrýni Torfusamtakanna nokkuð mikið á einn veg. Við skulum ekki gleyma því að þarna myndaðist umsátursástand sem ekki var lögreglunni einni um að kenna. Hústökufólk virtist staðráðið í að beita valdi og húsið liggur eftir mun verr farið en hefði fólk yfirgefið það friðsamlega.

Sjaldan veldur einn þá tveir deila og í raun er deilan milli hústökumanna (karla og kvenna) og eigenda hússins. Lögreglan er aðeins að sinna vinnu sinni, hversu ljúft eða óljúft henni má vera það.

Til að gæta alls hlutleysis hefðu Torfusamtökin því átt að beina því til allra málsaðila að leysa deilur sínar friðsamlega og gæta þess að skemma ekki verðmæti."

Svo vil ég líka bæta við að í okkar, að mörgu leyti, ágætu borg þrífst víða fagurt og gott mannlíf. Jafnt í miðbænum sem og í úthverfunum. Það er fjöldi fólks sem býr í úthverfum borgarinnar af annari ástæðu en þeirri að það hafi ekki fengið íbúð í 101.

Sjálfur bý ég í úthverfi vegna þess að ég kýs að búa í lágreistri og dreifðri byggð og mér þykir vænt um að  ég skuli búa í borg þar sem slíkt er í boði. Ég skil hins vegar vel að það sé fólk sem vill búa í þéttari byggð og mér þykir ekki síður vænt um að það geti einnig valið sér búsetu eftir því. Ég hef enga fordóma gagnvart þeim sem kjósa sér búsetu á öðrum forsendum en ég geri og fagna því að í Reykjavík þrífst fjölbreytt mannlíf enda forsendur allar til þess.

Emil Örn Kristjánsson, 21.4.2009 kl. 14:53

10 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Sigurður, smekkur manna er misjafn, sem betur fer. Ég ætla ekki að blanda mér meira í mál hústökufólksins, en verð að halda fast við þá skoðun mína, að það eigi að varðveita gömlu húsin, þessir ljótu kumbaldar eins og að þú kallar sum af þessum húsum, væru ekki ljót ef að hugsað væri rétt um þau, og hvert einasta hús á sér sögu, og þetta finnst mér að við eigum að varðveita. Byggja hvar sem er, en leifum gamla bænum að vera í friði. Með bestu kveðju

Heiður Helgadóttir, 21.4.2009 kl. 15:15

11 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Emil, ég ber fulla virðingu fyrir þeim sem að búa í úthverfum Reykjavíkur, bara að gamli bærinn fái að standa og vera eins og að hann er.

Heiður Helgadóttir, 21.4.2009 kl. 15:18

12 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

"Ég veit ekki til þess að það séu biðlistar eftir húsnæði."

Ekki það? Flott að vita - ég er búin að vera á biðlista eftir húsnæði í eitt og hálft ár!

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 21.4.2009 kl. 15:49

13 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Þarna kom hljóð úr horni, það eru til biðlistar, þrátt fyrir fjölda íbúða sem að standa tómar í flestum úthverfum bæjarins.

Heiður Helgadóttir, 21.4.2009 kl. 16:12

14 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ég er náttúrulega á biðlista hjá Féló, og ég get alveg lofað þér því að sá listi hefur lengst - og mun lengjast meira.

Félagsbústaðir eiga t.d. tuttugu íbúðir í næsta nágrenni við mömmu, en þær standa flestar auðar vegna þess að þær átti að selja. Hvort þau plön hafa breyst eftir hrun veit ég ekki.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 21.4.2009 kl. 16:49

15 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Merkilegt að Félagsmálastofnun geti ekki leigt út íbúðir sem að standa auðar, og sala á íbúðum hefur dottið niður

Heiður Helgadóttir, 21.4.2009 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband