Bara um Svínapestina og ýmislegt annað

Það skeður lítið hérna í Malmö,annað en þetta venjulega, bófar skjóta hvorn annan, nokkrar kerlingar eru rændar, en þeim er nær að vera að þvælast úti, og að vera með veski á handleggnum til þess ögra ræningjum, í stað þess að vera öruggar heima, á bak við læsta hurð.

Það er farið að kólna, og er eins gott að vera vel klædd og með húfu og trefill. Nú er því spáð að Svínapestin eigi eftir að aukast, og horfi ég tortryggins augum á allt hóstandi og kvefað fólk.

Eiginlega ættu allir að vera með gasgrímu fyrir andlitinu, og forðast öll mannamót.

Eiginlega ættu allir að vera heima í einangrun á fullu kaupi þangað til í mars mánuði, en því er haldið fram að Svínapestin þrífist best í köldu lofti. 

Ég sjókonan er í mikilli hættu, þar sem að ég er innan um svo margt fólk, og verð að viðurkenna að ég er farin að vera meira og minna með hanska, og ef að ég tek hanskana af mér, þá þvæ ég hendurnar með sérstökum sótthreinsandi vökva.

Ég er nefnilega ekki búin að gera upp við mig hvort að ég vilji láta sprauta mig mót flensunni, er meinilla við sprautur, og það eru skiptar skoðanir um ágæti bóluefnisins.

Í kvöld skrepp ég á mætingu hjá gömlum vinnufélögum, en við eigum það sameiginlegt að missa vinnuna fyrir 10 árum síðan, en það var þegar að brúin á milli Danmerkur og Svíþjóðar varð til.

Eins og að við hötuðum þessa bansettu brú þegar að hún varð til, en í dag kæmust við ekki af án hennar, enda er brúnni sjaldan lokað sökum veðurs, en stundum gátum við á ferjunum ekki haldið áætlun, sökum veður ofsa eða íss á sjónum.

Nú læt ég þetta gott heita, óska öllum góðs dags.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Allt svona venjulegt hjá þér bara... það er visst öryggi í því Góða helgi mín kæra

Jónína Dúadóttir, 31.10.2009 kl. 17:26

2 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Já veturinn orðin sýnilegri núna,farðu vel með þig kona

Guðný Einarsdóttir, 1.11.2009 kl. 22:41

3 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Innlitskvitt og knús á þig!

Þórhildur Daðadóttir, 3.11.2009 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 99323

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband