Vel heppnuð ferð til Póllands

Ég hef verið löt í blogginu, en vil þakka öllum sem að sendu mér faðmlag, það veitir ekki af því á þessum slæmu tímum.

Póllands ferðin var afar vel heppnuð, við vorum meira að seigja heppin með veður. Þessi nýja ferja sem að við fórum með, valdi okkur vonbrigðum, og þó ekki, við fengum engar nýjar hugmyndir, en sannfærðust um að búðin okkar er til fyrirmyndar.

Við fórum í langan göngutúr í Szczecin, borg með 400 þúsund íbúa, einn af ferðafélögunum er fæddur þar, og á foreldra á lífi, sem að búa þar, og var hann góður leiðsögumaður, og vorum við afar ánægð með gönguferðina.

Við fórum auðvitað í búðarráp, og á markað, úrvalið í búðunum var ótrúlegt, en engin af okkur nennti að versla mikið,  flest öll keyptum við megrunar te, sem að er selt í apótekum, og ekki er hægt að kaupa í Svíþjóð. Verðin voru nokkuð góð, ein af okkur fór inn í matarbúð, og fannst úrvalið stórfenglegt, og verðin svipuð eða aðeins ódýrari en í Svíþjóð.

En auðvitað sáum við líka fólk sem að rótaði í ruslatunnum í leit að mat, og gamlar fátæklega klæddar konur sátu á kössum á götunni, og seldu sveppi.

Hér í Malmö er gott veður, en það er farið að kólna mikið, ég var svo heppin að fá diskana með "Næturvaktinni" senda frá systur minni, og er ég búin að horfa á þá í dag, og skemmti mér vel.

Gott í bili, óska öllum góðrar helgi.


Bloggfærslur 17. október 2008

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband