29.10.2008 | 20:37
Kannski þótti ömmu gaman að þessu
Ég átti erfitt með að verjast hlátri þegar að ég las þessa frétt.
Kannski þótti ömmu gömlu gaman að þessu, ólíkt skemmtilegra að vera í hasarleik með barnabarninu, en að sitja með prjónana sína.
Þetta er ein skemmtilegasta frétt síðustu vikna, væri gaman að fá fleiri svona.
![]() |
Misnotaði ömmu sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
29.10.2008 | 17:40
Sterling komið á hausinn, og spáð er kólnandi veðri
Ég er orðin eitt af fórnarlömum kreppunnar.
Í morgun þegar að ég vaknaði þá fékk ég að vita að Sterling væri komið á hausinn.
Um 40.000 manns hingað og þangað í heiminum, standa á flugvöllum, annað hvort á leiðinni heim eftir dvöl í framandi löndum, eða eru á leið til sólar og sumaryls, og fá þá að vita að því miður sé engin flugferð framundan, þar sem að Sterling sé komið á hausinn.
Ég heyrði um börn sem að voru ein á ferðinni, á leið heim til foreldra sinna, og er von mín að samferðafólkið hafi hjálpað þeim, ekki gerði Sterling það.
Í kvöld var talað við konu sem að vann hjá Sterling, hafði þeim verið lofað að kaupið kæmi inn í dag, það var svikið.
Ég sjálf er búin að borga fyrir flugferð til Alicante, nú veit ég ekki mitt rjúkandi ráð, fæ ég peningana til baka, eða þarf ég að fara að leita eftir annarri ferð, og kaupa nýjan miða.
En ég hugga mig við að margir hafa farið mikið ver út úr þessu, ég slepp við að standa úti á flugvelli, og ekki vita hvernig ég á að komast heim aftur.
Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott, söng hún Ellý okkar Vilhjálms, það liggur mikill sannleikur í þeim orðum.
Annars er hið besta veður hérna hjá okkur í Malmöborg, spáð er kólnandi veðri.
Lífstíll | Breytt 30.10.2008 kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 29. október 2008
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar