Þetta með að eldast

Öll verðum við eldri, það er jú lögmál lífsins. Þegar að ég var lítil, þá fannst mér fólk um tvítugt ekki eiga langt eftir, þegar að ég var tvítug þá fannst mér fólk á þrítugs aldri vera hundgamalt, og svona mætti lengi telja.

Í dag er ég ósköp venjuleg kelling á besta aldri finnst mér, en er trúlega hundgömul í augum unga fólksins.

Í gær skeði það sem að ég hef lengi óttast, ég tók strætó oní bæ, nennti ekki að hjóla. Strætó var fullur af fólki, kona á mínu reki (eða kannski 15 árum yngri) stóð upp og bauð mér sæti, ég ætlaði ekki að vilja þiggja boð hennar, en hún ýtti mér niður í stólinn.

Ég hef alltaf grobbað mig af því, að svo lengi sem að enginn sé farin að standa upp fyrir mér í strætisvagninum, þá finnist mér ég vera ung kona, nú er farið að standa upp fyrir mér. Ég hugga mig við það að allir aldrar hafi sinn sjarma.gettingold2

Það þarf ekki að verða leiðinlegt að eldast, höldum við heilsu þá er hægt að lifa skemmtilegu lífi, kynnast nýju fólki, ferðast á milli landa (ef að einhver flugfélög eru þá eftir)

Það er hægt að vera í bófaleik með barnabörnunum, ammaömmur geta látið taka af sér djarfar myndir án þess að valda hneyksli, og jafnvel lenda í steininum fyrir ósiðsamlega hegðun.

 

Viagra gerið lífið léttara fyrir eldri herrana, enda þykir það ekki merkilegra eða meira gettingold3en að taka inn lýsispillu á morgnana.

Þreytist maður á hrukkunum, þá eru til duglegir læknar, sem að strekkja á hrukkum, og lyfta upp hangandi brjóstum.

Svo hvað er að óttast, betra að gleðjast yfir því að eldast og vitkast um leið.

gettingold4

 


Fimmtudags hugleiðingar

281Óvinsælasti Íslendingurinn þessa dagana er hann sem að er hæsta hænsnið hjá Sterling.

Í augnablikinu gæti ég vel hugsað mér að sitja ofan á honum, og neita að standa upp fyrr en að ég fengi flugmiða með SAS til Alicante, án þess að borga fyrir hann.

Ég dauðvorkenndi fólkinu sem að stóðu eins og strandglópar út um allan heim, sumir höfðu keypt miða á síðustu stundu. Ein kona var á leið til móður sinnar sem að hafði fengið hjarta áfall, og keypti platmiða hjá Sterling, í þeirri trú að hún kæmist fljótt til móður sinnar.

Mér svona dettur í hug hvort að Expressin tóri mikið lengur. Auðvitað er sorglegt þegar að hvert fyrirtækið á fætur öðru rúllar yfir, það eru svo sannarlega slæmir tímar.

Hér í Malmö er hið besta veður, svolítið grátt úti, en logn, spáð er kaldara veðri, auðvitað hljótum við að fá að finna fyrir vetrinum.

Óska öllum góðs dags, og verið góð við hvort annað, ekki veitir af, og það kostar ekkert.


Bloggfærslur 30. október 2008

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband