31.10.2008 | 12:01
Og þá er kominn föstudagur
Þá er kominn föstudagur, var það ekki dagurinn til fjár, ég þarf endilega að spila á Lottó um helgina, þarf að reyna að vinna peninga fyrir nýjum Spánar miða. Held að ég sé búin að finna ferð með Norsku flugfélagi, vonandi fara þeir ekki á hausinn fyrir áramót.
Er búin að dunda mér á netinu, skoða hitt og þetta, forðast að lesa of mikið um kreppuna, sem að er erfitt, þar sem að síðdegisblaðið í gær var yfirfull af fréttum frá gjaldþroti Sterlings, og svívirðulegri framkomu þeirra, en þeir dunduðu sér við sölu á miðum eftir að félagið var komið í gjaldþrot, að tala um að mjólka beljuna þurra.
Þolinmæði þrautir vinnur allar, dettur mér í hug þegar að ég sé þessa mynd af kisu lúrunni og gullfiskinum.
Í næsta húsi við mig býr hún Pólska Anna sem að er með fjöldann allan af köttum, hún átti líka stórann svartan afar illilegan hund, sem að var stundum í göngutúrum með Pólsku Önnu í eftirdragi, okkur var öllum í nöp við þennan hund, og í gær frétti ég að hundurinn væri kominn upp í hunda Himnaríkið, verð að viðurkenna að ég fann fyrir léttir, engum söknuði.
Er þetta framtíðarmaðurinn datt mér í hug, ákaflega hentugt, passar konum á öllum öldrum.
Verst að hann er eitthvað svo hjárænulegur á svipinn, en kannski er hægt að fá margar tegundir af andlitum.
Held samt að ég myndi ekki velja mér þessa tegund af slökkvara, tekur alltof mikið veggpláss.
Flestir menn myndu elska að pissa í þetta klósett.
Minnir mig á munn Marilyn Monroe heitinnar.
Nú er kellingin orðin alvarlega biluð hugsið þið. Nei en ég vil ekki skrifa mikið meira um þetta leiðindaástand alls staðar.
Bráðum koma blessuð jólin, allar búðir eru þegar yfirfullar af alls kyns jóladóti. Þegar er farið að hvetja fólk til að kaupa stóru jólagjafirnar núna, og byrja að borga þær eftir áramót. Er ekki tilvalið að taka upp þann sið að gefa hvort öðru bara kerti og spil, hætta þessari gjafa vitleysu, borða frekar góðan mat, og taka upp siðinn að grípa í spil, sem að er stórskemmtilegt, en hefur gleymst í nútíma önnum.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Bloggfærslur 31. október 2008
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar