Þá er það vinnuvika framundan

Ég vaknaði snemma í morgun, og setti strax á sjónvarpið, svona til að fylgjast með kreppunni.

Mikið er rætt um litla Ísland, þeir í sjónvarpinu velta fyrir sér hvort að Ísland rúlli yfir, ein kona spurði, "en er ekki óvenjulegt að lönd verða gjaldþrota".

Ég man ekki betur en að Færeyjar hafi orði gjaldþrota fyrir nokkuð mörgum árum.

Eiginlega verð ég svolítið leið þegar að það eru bara slæmar fréttir í öllum fjölmiðlum, ég man ekki eftir að hafa heyrt jákvæða frétt dögum saman, ég hef verið dugleg að hafa samband við ættingjana, fáir af þeim töluðu um kreppuna, aftur á móti sögðu systur mínar mér frá mikilli sláturgerð á þeirra heimilum, ekki veitir nú af að fylla frystikisturnar fyrir magran vetur.

Ég fer fljótlega af stað í vinnuna, einkabílstjórinn minn kemur og nær í mig, saman brunum við til Trelleborgar, á leiðinni verður mest talað um vinnuna, og kannski minnumst við á kreppuna.

Hér í Malmö er gott veður, veðurspáin fyrir vikuna er góð, vonandi er eitthvað að marka það, óneitanlega er þægilegra að vinna í góðu veðri og um leið að losna við sjóveika farþega.

Ég óska öllum góðrar viku.


Bloggfærslur 8. október 2008

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband