Um allt og ekkert

Ég ætla ekki að blogga um kreppu, erfiða tíma, peninga, jólaundirbúning eða sjúkdóma. ég held að ég bloggi bara um létta og ómerkilega hluti í dag.

Ég sá í heimsókn minni á netsíðum DV að ungir og myndarlegir menn afar vöðvamiklir, unnu sem þjónar á konukvöldi, þeir voru hálfberir(allt í lagi með það), örugglega gaman fyrir konukvöldskonurnar að sjá velvaxna menn svona einu sinni. En ekki nóg með það, þessir ungu menn voru búnir að sprauta súkkulaði á fagurlega byggða efrihluta sína, ég fór að velta fyrir mér til hvers það væri gert, áttu konukvöldskonurnar að smakka á súkkulaðinu þegar að líða fór á kvöldið.

Ég las um hvað það væri mikill vandi að synda í laugunum heima, ef að þú syndir fram og til baka, þá tekur þú of mikið pláss, æskilegt er að synda í hring(eins og bókstafurinn O), það er vandlifað, ég sjókonan varpaði öndinni léttar yfir að vera blessunarlega laus við svona vandamál, enda illa synd, og ofan á það vatnshrædd, fer nú samt í bað öðru hvoru.

Ein af Sex and the City stjörnunum bendir á ráð við flugþreytu, og það er að vaka lengi, skemmta sér og svo að stunda kynlíf. Ég er að velta fyrir mér hvort að hún laumi á góðum ráðum við flughræðslu. Ef svo er þá má hún alveg hafa samband við mig. 


Bloggfærslur 12. nóvember 2008

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 99591

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband