19.11.2008 | 08:46
Og þá er kominn miðvikudagur
Og þá er kominn miðvikudagur, eftir einn og hálfann tíma kemur einkabílstjórinn og nær í mig, eins gott að fara ekki að tala um neitt sem að kemur henni í uppnám, það er nefnilega hálka sumstaðar, og ég vil endilega komast á áfangastað, án þess að lenda í díki fyrir utan veginn.
Svo að ég má ekki minnast á vissan mann sem að hún ekki þolir, en hann á til að krítisera þýskuna hennar, með þeim afleiðingum að hún átti erfitt með svefn í nokkrar nætur fyrir stuttu síðan. Svo að best er að við bara röbbum um flugmiðann minn hjá Sterling sem að gufaði upp, og nýja miðann minn sem að er keyptur hjá norsku flugfélagi, sem að fer vonandi ekki á hausinn fyrir áramót.
Spáin er ekki góð, það verður mikill veltingur, veðurguðirnir hafa eitthvað mikið á móti okkar vakt, það eru oft slæm veður þegar að við vinnum, en sem betur fer erum við vel sjóuð, göngum náttúrlega stundum eins og að við höfum misst eitthvað í buxurnar, eða séum bara ansi hátt uppi.
Alltaf er gaman að hitta vinnufélagana, nú eru þrjár vikur síðan að við sáumst, og verður mikill hlátur í messanum, þegar að við fáum okkur fyrsta kaffibollann, og teljum upp allt það sem að hefur skeð hjá okkur á þessum þremur vikum. Ég á eftir að lýsa kanilsnúðnum mínum, við fögnuð áhorfenda, fæ kannski uppskrift af snúðum sem að lyfta sér.
Nú slæ ég botninn í þetta, ég á eftir að líta inn til ykkar í vikunni. Óska öllum alls góðs.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 19. nóvember 2008
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 99591
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar