Andlausi dagurinn

Dagurinn í dag er búinn að vera andlausi dagurinn minn, hafið þið ekki orðið fyrir þessu. Ég hef sest fyrir framan tölvuna ætlað að skrifa eitthvað viskulegt(svona einu sinni), en ekki getað komið neinu skammarlaust frá mér.

Ég er búin að lesa DV, mér finnst gaman að DV blaðinu, vonaðist til þess að lesa krassandi fréttir þar, svona til að koma heilabúinu í lag, hélt að frétt um Harrison Ford væri um ólifnað hans í Hollywood, að kallinn velti sér í sukki og svínaríi, nei, nei, þá er mannrolan klæddur baunagrasabúningi, og þetta þykir fréttnæmt. Ég hef aldrei þolað Harrison Ford, alltaf fundist kallinn líta út fyrir að þjást af mikilli tannpínu, og vera stútfullur af verkjapillum.

Hér er sama gráa veðrið, rigningarsuddi og hálfgerð þoka seinni partinn, fólk sem að maður mætir á förnum vegi, er vetrarlega klætt, og flestir komnir með húfur dregnar niður fyrir eyru.

Ungir menn þeysast um bæinn á vespum, tveir saman, annar keyrir hinn slítur veski af gömlum konum, eða að þeir stoppa og gefa sér tíma til að ræna símum og peningaveskjum af (oftast) eldri mönnum.

Þetta er fólkið sem að á að taka við af okkur, sem betur fer eru ekki allir svona, en alltof margir.

Óska öllum góðrar nætur.


Af hverju er kallin ekki kominn kæru bloggvinir, eftir hverju eruð þið að bíða

Og það er kominn þriðjudagur, mikið líður nú tíminn fljótt, áður en að ég veit af verð ég orðin kelling komin á aldur, sitjandi með fjarstýringu í þægilegum stól, horfandi á allar "sápur" sem að ég geri ekki í dag.

Hér í Malmö er þetta venjulega gráa veður, og rigningarsuddi, gott er nú að losna við fjandans rokið.

Ég er í löngu fríi, þar sem að ferjan mín er í Gautaborg í slipp, við fengum að velja starfsfólkið hvort að við vildum fara með, og dunda okkur við hreingerningar, en löt erum við, ekkert af okkur hafði áhuga fyrir því, völdum að vera heima hjá okkur, og nota kraftana í hreingerningar heima hjá okkur, en ég verð nú að viðurkenna að fríið hjá mér hefur farið í allt annað en að hreingerningar, en ég á nokkra daga eftir.

Ég er ekki búin að gefa upp alla von um að bloggvinir mínir sendi mér kall, mér svona datt í hug hvort að einhver af bankaköllunum þyrfti að flýja land, með margar millur í trillunni sinni, hann er velkomin til mín, og getur svo sem fengið að vera svo lengi sem að einhverjar millur eru eftir, og um leið þarf hann að vera duglegur í tiltektum og þvottum.

Hef ekki tíma fyrir meira blogg, en heilsa uppá ykkur eftir hádeigi.


Kreppan og ruslið

Greinilega er allt sparað, líka ruslið. Fer ekki uppáhellingur að koma aftur.
mbl.is Kreppan kemur fram í sorpinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. nóvember 2008

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 99591

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband