Verst að vera ekki með í mótmælunum

Stundum er ég virkilega svekkt yfir að búa ekki heima á Íslandinu mínu, ef að ég væri búsett þar, þá hefði ég getað mætt í mótmæli alla laugardaga, ég hefði haldið á stóru spjaldi fyrir framan mig. Á því hefði til dæmis staðið "BURT MEÐ DABBA; TAKIÐ MIG Í STAÐINN", eða "TIL FJANDANS MEÐ ALLA RÍKA, INN MEÐ FÁTÆKA; GAMLA OG HEIMILISLAUSA", ég hefði gert lukku held ég.

 Svo hefði verið hressandi að fá sér góðan kaffisopa eftir vera búin að mótmæla óréttætinu, ekki hefði skaðað að fá nýbakaða ástarpunga með kaffinu.

En ég dáist að fólki sem að hefur kjark og dug til að mæta þarna, og vona ég að árangur hafist af þessu öllu saman.

Hér í Malmö er hið besta veður, sólin var eitthvað að glenna sig hérna í dag, ég setti upp sólgleraugu og fór í göngutúr. Fékk þær góðu fréttir í dag að ferjan okkar er ekki búin í slipp, þannig að margir frídagar eru eftir hjá okkur á minni vakt. Ekki amalegt að vakna heila viku í viðbót í eigin rúmi, og nú á ég við að losna við að sofa um borð á vinnustaðnum mínum, svona ef að einhverjir halda nú eitthvað annað.

Óska ykkur góðs laugardagskvölds öllum saman


Er ekki kreppa

Þessi frétt er merkileg, mitt í kreppunni hefur fólk efni á að fara og éta rádýrt jólaborð. Er þá krepputalið heima ýkt, er ástandið ekki eins slæmt og látið er af.
mbl.is Ríflega 7.000 hafa pantað í jólahlaðborð í Turninum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. nóvember 2008

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 99591

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband