20.12.2008 | 20:06
Frá sólinni á Spáni
Í dag var meiri háttar veður um 20 stiga hiti, enda naut ég þess vel að sitja með litla bjórglasið mitt á uppáhaldsstaðnum mínum nálægt sjónum, og hlustaði á fólkið spjalla saman á næsta borði, ég held að þau hafi ekki gert sér grein fyrir að kellingin með plastpokana skildi málið þeirra, en ég lofa að ég seigi engum frá því sem að þið voruð að tala um.
Ykkur finnst kannski skrítið hvað ég er mikið ein, en sonur minn er fastur á skipinu sínu fyrir utan Nígeríu, og tengdadóttir mín er hárgreiðslukona með eigin stofu sem að hún þarf að sinna alla daga vikunnar nema á sunnudögum sem að er hennar frídagur, og á morgun verðum við saman og ætlum að skreppa á markað.
Ég læt þetta gott heita, óska öllum góðrar helgi.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 20. desember 2008
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 99591
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar