22.12.2008 | 20:31
Og enn skín sólin
Frá sólinni á Spáni er allt gott að frétta, jólin nálgast óðum, en lítið fer fyrir þeim hér í Torrevieja, engin jólaljós í gluggum, en jólasveinar hanga sumstaðar við svalirnar hjá fólki sem að er í jólastuði.
Við hérna höldum lítið uppá jólin, tengdadóttir mín heldur uppá sín jól í byrjun janúar, þannig að á aðfangadagskvöld verðum við með góðum vinum, það verður borðaður góður matur og bara haft huggulegt saman.
Svo að hér er ekkert hangikjöt eða jólaskinka, en ég á eftir að lifa það af, hér er svo mikið annað gott, í gær át ég til dæmis, steiktan flatfisk með hrísgrjónum og ávaxtasósu, kannski finnst fólki þetta vera einkennileg blanda, en þetta var mjög gott.
Ég er úti og geng og sit líka í sólinni og fæ mér ölglas öðru hvoru, nýt þess að vera til í góða veðrinu. Auðvitað fer ég öðru hvoru inn í fata og skóbúðir, en verðin eru himinhá, samt eru skilti um 15% til 40% afslátt hjá mörgum búðareigendum, en evran er dýr, og hef ég ekki séð mikið sem að er ódýrt hérna nema bjór og vín.
Í gær fórum við tengdadóttirin og ég á markað, auðvitað röltum við um og kynntum okkur verð og vöruúrval, en sátum mest hjá góðum vinum hennar sem að vinna á veitingastað á markaðnum, þar var urmull af fólki, og þar var yfirfullt af fallegum kisum, sem að eigandi veitingarstaðarins gefur mat alla daga vikunnar, enda virtust kisurnar vera vel á sig komnar og vera pakksaddar, þær litu ekki við risastórum kakalakka, eða kannski að það sé fyrir neðan virðingu kattanna á Spáni að éta kakalakka.
Eftir markaðinn keyrðum við til Murcia, sem að er mikið stærri borg en Torrevieja, meiri borgarbragur á öllu, þar er afar gömul og falleg kirkja, sem að ég skoðaði þegar að ég var hérna síðast, þannig að við fórum ekki í kirkjuskoðun í gær, en skelltum okkur á aðalgötuna, og þar var mikill fjöldi fólks, sem að var greinilega í jólagjafa innkaupum, við röltum um fallega skreytta aðalgötuna, ekkert var keypt, en þess meira skoðað.
Og svo enduðum við góðan dag með því að borða með góðum vinum tengdadóttur minnar á frábærum kínverskum stað.
Læt þetta gott heita frá Torrevieja.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggfærslur 22. desember 2008
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 99591
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar