26.12.2008 | 20:33
ER VERIÐ AÐ HREKJA NAFNLAUSA MOGGABLOGGARA Í BURTU FRÁ BLOGGINU
Hver er ástæðan fyrir því að Morgunblaðið krefst þess að fólk skrifi undir fullu nafni, annars sjáist ekki bloggið þeirra hjá öðrum en bloggvinum þeirra. Hef ég misskilið eitthvað, hef ég misst af einhverju í bloggheiminum.
Margir af betri bloggurum Morgunblaðsins skrifa ekki undir fullu nafni, ástæður geta verið margar, fólki finnst gaman að skrifa um menn og málefni, eða jafnvel skrifa um viðkvæm mál í þeirra eigin lífi, en treysta sér ekki til að gefa upp fullt nafn.
Ég blogga að gamni mínu, en líka til þess að reyna að halda við málinu mínu, sem að ég er farin að ryðga í eftir öll þau ár sem að ég hef búið erlendis.
Ef að Morgunblaðið stendur við þessa ákvörðun sína, þá eiga þeir á hættu að missa marga góða bloggara, sem að ekki vilja skrifa undir fullu nafni.
Gaman væri að fá athugasemdir um þetta.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.12.2008 | 16:18
Og enn er ég á Spáni
Ég vil byrja á að þakka fyrir allar fallegu jólakveðjurnar sem að ég hef fengið frá ykkur mínir kæru bloggvinir, því miður hef ég ekki verið jafn dugleg að fara inn hjá ykkur og þakka fyrir mig, en þið vitið að þegar að kellingar eru niður á Spáni, þá glepur sólin okkur.
Ég hef ekki bloggað í eina fjóra daga, svo að það er kominn tími á að ég láti vita af mér og mínum.
Aðfangadagur var afar góður, ég hélt uppá þann dag með Rússum og Þjóðverjum, látið ekki liða yfir ykkur, en tengdadóttir mín er frá kaldasta hjara veraldar, Síberíu, en sá kuldi nær ekki til hjörtu íbúanna, hjartahlýrri konu en Írínu hef ég sjaldan kynnst.
Við vorum boðnar til vinkonu Írínu og manns hennar sem að er Þjóðverji, hann hélt uppá aðfangadag, hún hélt uppá eitthvað annað, þar sem að hennar og Írínu jól eru í byrjun janúar.
Matarborðið dignaði af ótal réttum, og fleiri föt af lambakjöti voru grilluð og steikt, mikill matur og mikill vodki, ég er frekar lítið fyrir vodkann, læt mér nægja bjór, en óspart var skálað, og í lokin var ég búin að kenna þessu góða fólki að hrópa skál á Íslensku, að seigja skál á Rússnesku var alltof erfitt.
Í gær jóladag var farið með móður Írenu á veitingastað, gamla konan talar bara Rússnesku, og situr flesta daga fyrir framan sjónvarið og horfir þar á gamlar Rússneskar myndir, verður auðvitað svolítið eins og Palli sem að varð einn í heiminum, en greinilega fannst henni gaman að komast út á meðal fólks, og ekki síst að geta talað sitt eigið mál, þar sem að við vorum á Rússneskum stað, mér tókst samt að ná furðu góðu sambandi við gömlu konuna, mesta furða hvað hægt er að gera sig skiljanlegan með handapati.
Auðvitað var viðstöðulaust skálað, gamla konan var orðin góð í Íslenskunni, hún hrópaði hátt skál og lyfti upp léttilega upp kókglasinu sínu í hvert skipti sem að við hin, öl og vodkafólkið skáluðum.
Í dag er búið að vera gott veður, ég er búin að vera úti í fleiri tíma, ég á eftir tæpa viku hérna á þessum yndislega stað, ef að veðrið verður jafn gott á morgun, þá fer ég á sjálfa ströndina og spóka mig þar í rauða sundbolnum mínum. Óska öllum góðs dags.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 26. desember 2008
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 99591
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar