18.9.2008 | 09:35
Svona um daginn og veginn
Sit hérna með kaffið mitt og blogga eins og að ég fái borgað fyrir það, þess á milli les ég annarra blogg, sem að eru oft á tíðum stórskemmtileg.
Ég les hvað hún sem að alltaf er í strætó skrifar, óskaplega góður penni, stundum skrifar hún um ekki neitt, þannig að það verður samt heilmikið.
Mikið skrifar hún um flóttafólkið á Akranesi þessa dagana, og er það fróðlegur lestur, og virðist vera sem að stuðningsfólkið hafi tekið flóttafólkið inn í hjörtu sín, og er ekkert annað en gott hægt að seigja um það, og vonandi að flóttafólkið eigi eftir að semja sig Íslenskum siðum, og una sér vel í okkar kalda landi.
Mikið er gert fyrir þetta fólk, og get ég ekki að því gert að mér dettur svona í hug, hvort að jafn mikið sé gert fyrir okkar fólk sem að miður má sín og hafa farið undir í lífinu, og nú á ég við heimilslausa fólkið okkar, það fer að verða kalt að hýrast á götum borgarinnar, vonandi fær það gefins skjólflíkur, og jafnvel matarbita öðru hvoru.
Hér í Svíþjóð er líka farið að kólna, haustlitirnir eru komnir, fallegustu litir sem að til eru, og varð ég vör við í búðarrápi mínu í gær, að haustlitirnir eru líka komnir í haust tískunni, það lá við að ég freistaðist til að kaupa jakka í yndislegum gulum lit, en þar sem að ég læt ekki allt eftir mér, þá fór ég jakkalaus heim.
Um leið og ég skrifa þetta, þá hlusta ég á stjórnmálafólkið í sjónvarpinu, og mér svona datt í hug, hvort að skilyrði fyrir góðum stjórnmálamanni væru, að vera afar lyginn maður.
Lífstíll | Breytt 19.9.2008 kl. 07:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.9.2008 | 08:44
Pínupils, samkynhneigðir og þröngar buxur
Alltaf kemur mér jafn mikið á óvart þetta óskaplega hatur á móti samkynjuðu fólki í þessum Afríku og Arabalöndum, samkynhneigð sem að hefur alltaf verið til, og á alltaf eftir að vera til.
Að þeir vilji banna pínupilsin og jafnvel þröngar buxur get ég betur skilið, þar sem að það er svona hættulegt í umferðinni í Úganda, og væri hægt að halda eftir fréttinni að dæma að margir andlega veikir keyri eftir götum og vegum landsins og þar að leiðandi sé hættulegt að leifa konum að vera í pínupilsum, þar sem að andlega veikir menn þola ekki þá sjón, bruni jafnvel inn í næsta bíl.
![]() |
Vill banna pínupils í Úganda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.9.2008 | 06:44
Óvenjulegur en góður vinningur
Þetta er óvenjulegur vinningur, en samt vinningur sem að getur komið sér vel.
Vill maður ekki nota vinninginn sjálfur, þá er hægt að gefa vinninginn til þeirra sem að þurfa á hjálp að halda, sem að ekki eru sérlega vel efnaðir, en þurfa samt að sjá til þess að koma einhverjum nánum ættingja í gröfina.
Og ekki man ég betur en að hérna áður fyrr þá var mottóið hjá gamla fólkinu að eiga nú fyrir jarðarförinni sinni.
Ekki veit ég hvað það kostar að yfirgefa þetta blessaða jarðlíf okkar, og að vera potað ofaní jörðina eða inn í ofninn, sem að er að verða algengara, en það kæmi mér ekki á óvart ef að nótan yrði uppá nokkuð mörg hundrað þúsundin, með erfðadrykkju.
Og skilst mér að algengt sé orðið að jarða í kyrrþey, kannski er það líka gert til að hlífa ættingjum við erfðadrykkjukostnaði.
![]() |
Vann ókeypis jarðarför í happdrætti - vinningurinn er ósóttur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 18. september 2008
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar