22.9.2008 | 12:53
Loksin kemur góð frétt
Mikið er nú þetta góð frétt, gaman að lesa eitthvað skemmtilegt á þessum krepputímum.
Mikið gladdist ég þegar að ég las að hún Anne er steinhætt við bófann Raffaello, enda getur svona saklaus stúlka ekki látið það spyrjast um sig að hún sé í tygjum við peningaþvottakall, ég skil vel að hún sé í svolitlu sjokki, auðvitað vissi hún ekki um þessi myrkraverk Raffaello, og mikið er nú gott að hún getur jafnað sig á þessu öllu saman í faðmi fjölskyldunnar, og sleikt sár þau sem að hún fékk, þegar að hún fékk vitneskju um vinnu kærastans, og við það að láta af hendi skartgripi og gjafir, sem að hann hafði keypt fyrir þvegna peninga.
![]() |
Flutt heim til mömmu og pabba |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.9.2008 | 11:54
Bauhaus
Svolítið skondið finnst mér, að um leið og talað er um kreppu, og að það sé verið að stoppa nýbyggi, þá er verið að opna stærðarinnar byggingarvöruhús heima.
Er þá kreppan bara í nösunum á fólki. Um leið er afskaplega jákvætt að svona margir fá vinnu þarna, ég fer nú stundum í Bauhaus hérna í Malmö, og þar sé ég lítið af starfsfólki, nema að tveir sitja við kassana, ef að ég þarf aðstoð, þá þarf ég oftast að leita vel og lengi, eftir viljugri manneskju sem að getur hjálpað mér. Er ansi hrædd um að það verði auðveldara að fá hjálp í Bauhaus heima á Íslandi.
![]() |
1.250 sækja um 150 störf hjá Bauhaus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.9.2008 | 08:42
Gettóið í Malmö
Þetta hverfi sem að hann á við er þekkt sem hverfi sem að er yfirfullt af innflytjendum, og hefur slæmt orð á sér hér í Malmö. Og er sagt að í skólunum séu nánast bara innflytjendur, og hefur það orðið til að sænskan hjá þeim verður ekki hrein, talað er um "Rósargarðsmál", síðan má bæta við að þarna býr líka margt sómafólk, sem að líkar vel þarna og vilja hvergi annars staðar búa.
Það má bæta við að allir elska Zaltan og eru stoltir af þessum fyrrverandi Rósargarðsbúa, en hann er fluttur langt frá gettóinu í dag, hann keypti eitt dýrasta hús Malmöborgar fyrir einhverjum árum eða ári síðan, og er það hús langt frá gettóinu.
![]() |
Zlatan lærði í gettóinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.9.2008 | 08:08
Bara mánudagsbull
Góðan og blessaðan daginn, þá er kominn mánudagurinn góði, ný vinnuvika byrjar hjá mörgum, þeim sem að eru með 9 til 5 vinnu, mikið var nú myndin "nine to five" góð, ég hef nú alltaf haldið uppá hana Dolly litlu Parton, röddin er meiriháttar, hef alltaf dáðst að stærðinni á barmi hennar, en er henni ekki illt í bakinu, er ekki kominn tími til að hún minnki plastið í brjóstunum.
Ég er búin að kíkja yfir helstu fréttir, mér kom á óvart að það virðist vera sem að mörgum finnist sjálfsagt að útlendingar séu með minna kaup en heimafólk, og ég sem hélt að Íslendingar væru svo sanngjörn þjóð. Þeir eru þá ekkert betri en Svíarnir, en hér vinna Pólverjar mikið svart, og þá fyrir mikið minna kaupi en Svíarnir, en enginn kippir sér upp við það.
Ég er að fara til Póllands um miðjan október, þetta verður svokölluð námsferð hjá okkur í vinnunni, en komin er stór og ný ferja sem að fer á milli Svíþjóðar og Póllands, og ætlum við að fara og skoða ferjuna, og auðvitað athuga hvort að við getum lært eitthvað nýtt í sambandi við sölu ilmvatna og sterkra drykkja.
Og auðvitað er meiningin að láta báðar vaktir hittast svona einu sinni, annars hittumst við á landganginum, köstum kveðju á hvort annað, og mikill rígur er á milli vakta, einkabílstjórinn minn, hún Agneta hvíslaði að mér seinast þegar að við vorum að fara í land, og hittum hina vaktina, "ekki gæti ég unnið með þeim", mér svona datt í hug hvort að hin vaktin seigi það sama um okkur.
Í fyrradag datt mér í hug að lesa nokkur gömul blogg frá mér, og mér ofbauð svo vitleysan sem að ég hafði skrifað, að ég eyddi öllu, ég eyddi líka því sem að ekki átti að eyða, og skipti um mynd af mér, ég varð vör við að fólki fannst sú gamla vera svolítið lauslætisleg, ég er ekki tilbúin til að setja ekta mynd af mér, allir í fjölskyldunni vita ekki um þessar skriftir mínar, og vil þá hlífa þeim frá því að vera strítt með þessu tómstundagamni mínu.
Óska öllum góðs dags.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 22. september 2008
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar