14.1.2009 | 23:39
Það er langt síðan að ég bloggaði....................................
Það er langt síðan að ég hef bloggað, ástæðan er ekki áhugaleysi, heldur tók tölvan mín uppá því að fá alvarlegan sjúkdóm, það alvarlegan að ég þurfti að leita aðstoðar hjá tölvulækni, og er blessuð tölvan búin að vera í alls kyns rannsóknum hjá tölvulækninum, í morgun sagðist hann vera búinn að lækna tölvuna af öllum kvillum og vírusum, og er tölvan væntanleg heim eftir viku.
Ég sjálf er í vinnunni, lítið sem ekkert er að gera hjá okkur, og nota ég tækifærið að blogga, og læt sem að ég sjái ekki augnagotur frá yfirmanninum.
Gestirnir okkar eru flestir orðnir reikulir í spori, eftir mikla og ákafa drykkju af Finlandia Vodka blandað með Red Bull, þannig að ég lít oft á klukkuna, vil helst geta lokað áður en að þeir sofna hérna í búðinni, eða fá vængi af Red Bullinu.
Ég læt þetta gott heita, óska öllum góðs fimmtudags.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 14. janúar 2009
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 99591
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar