28.1.2009 | 19:28
Er bara að láta vita af mér
Ætla að láta vita af mér, er ekki hætt að blogga, en tölvan mín vill ekki þýðast mig þessa dagana, vonandi verður hún komin í betra skap í næstu viku.
Ég er komin í vinnuna, framundan er heil vika á sjónum. Ég hef því miður ekki getað lesið bloggið hjá ykkur mínir kæru bloggvinir, en hef fengið kveðju frá "Alkanum" um að hann haldi ekki áfram að blogga, eins er "Tigerkopper" hættur hérna, mér til mikillar sorgar, það var alltaf öruggt að ég komst í gott skap þegar að ég las bloggið hans "Tigerkopper", og bloggið hjá "Alkanum´" átti erindi til allra, því að öll þekkjum við einhvern sem að hefur þurft að berjast við Bakkus, það getur verið faðir, bróðir, systir, eða hreinlega börnin okkar. Um leið skil ég "Alkann" að hann vilji og geti ekki bloggað undir fullu nafni, sem að virðist vera svo áríðandi hérna á Moggablogginu, hlutur sem að mér finnst ekki að skipti máli, svo framarlega sem að fólk er ekki með skít og illyrði út í hvort annað.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 28. janúar 2009
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 99591
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar