24.2.2009 | 20:12
Um hitt og þetta á þriðjudagskvöldi
Allur snjór er horfinn hjá okkur hérna í Malmöborg, í dag skein sólin, og eiginlega fannst mér svolítið vorlegt hjá okkur.
Ég fékk elsku tölvuna mína í dag, eftir langvarandi veikindi er þessi elska orðin frísk aftur, mikið er nú notalegt að sitja hérna og pikka á þessa elsku, en ég held endilega að tölvan mín sé kvenkyns apparat.
Mér létti mikið þegar að ég opnaði fyrir imbakassann í morgunn, og heyrði þær fréttir að hún Victoria prinsessa væri loksins búin að trúlofast honum Daniel sínum, svona okkar á milli sagt, þá var ég farin að óttast að hún myndi enda sitt líf sem piparkelling.
Ég er búin að vera að þvælast inni á "Facebook", verð að viðurkenna að mér finnst lítið varið í það, eða ég er óttalega vitlaus í Pókerpartíum og öllu sem að mér er boðið.
Eiginlega var mest gaman að fylla í spurningar um vini mína, og eins að lesa hvað þeim finnst um mig. En ég komst að raun um að svona almennt heldur enginn að ég sé hinsegin, hafi æft mig á sexi í rúmi foreldra minna, en einhver var svo ósvífinn að halda að ég syngi undir áhrifum áfengis, þetta er mikill misskilningur, svona ef að þið "Facebook" fólk lesið þennan pistil minn, ég er vita laglaus, og hef alltaf vit á því að hrella engan með falskri rödd minni.
Nú slæ ég botninn í þetta, ætla að lesa blogg hjá öðrum bloggurum, en óska öllum góðrar nætur.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 24. febrúar 2009
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 99591
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar