Á leið í vinnuferð

Í dag er óttalega grátt í Malmöborg, farin er sólin sem að gladdi okkur í gær, ég var meira seigja með sólgleraugu, sem að hefur ekki skeð í lengri tíma.

Í litla húsinu sem að ég bý í er allt í ró og spekt, reyndar urðu háværar umræður um væntanlega húsaleiguhækkun hjá okkur íbúum hússins, en ég er með í félagi leigjanda, og er búin að fá tilkynningu um hækkun.

 En Hans og Gunnel á fyrstu hæðinni þóttu það félag vera tómur hrossaskítur, og sögðu sig úr því , fyrst Gunnel, svo Hans eftir ákafar umræður um ósvífni mannsins sem að heilsaði uppá okkur, og var að athuga óstand og ástand íbúðanna sem að við leigjum.

 Hann var meira að seigja svo frekur að hann drakk kaffi með okkur og át sig pakksaddan af nýbökuðum kanilsnúðum sem að Gunnel hafði sjálf bakað, samt gat hann ekki stoppað af væntanlegar hækkanir sem að voru nokkuð miklar fyrir nokkrum árum.

Þannig að skötuhjúin á fyrstu hæðinni sögðu sig úr félaginu, á þeim forsemdum að þetta félag gerði ekkert annað en að sjúga út peninga af fátækum leigjendum, og um leið gætu þeir verið þekktir fyrir að þiggja bæði kaffi og heimabakað hjá hjá þeim.

Ég er að undirbúa mig fyrir vinnuferð, heil vika er framundan, í vonandi sæmilegu veðri. Óska öllum góðrar viku.


Bloggfærslur 25. febrúar 2009

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 99591

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband