Um hitt og þetta á miðjum mánudegi

Þá er kominn mánudagur, mörgum finnst mánudagur vera leiðindadagur, mér finnst mánudagar ekkert leiðinlegir, kannski er það vegna þess að vinnuvikan hjá mér byrjar á miðvikudögum, og þar að leiðandi finnst mér miðvikudagar vera leiðindadagar.

Ég er búin að sitja við lestur hinna og þessara á blogginu, margt skemmtilegt fólk lætur í ljósi skoðanir sínar. Auðvitað er mikið skrifað um hann Davíð, ég hef svo lítið vit á þessum málum, og þori alls ekki að skrifa um þessi vandræðamál, verð samt að viðurkenna að ég er alveg hissa á því hvað hann Davíð er góður á tauginni, ég væri fyrir löngu lent inni á hæli stútfull að róandi pillum, ef að ég væri í hans sporum.

Margir góðir pennar eru hérna á blogginu, en það sem að kemur mér á óvart er að það virðist vera einhverskonar skítkast í gangi, þetta hef ég orðið vör við þegar að ég les athugasemdirnar hjá bloggurum. Ég get alls ekki skilið ánægjuna í að vera að hnýta í hvort annað hérna, við erum ákaflega misjöfn eða mislitur hópur, og engin ástæða til annars en að taka tillit til þess, allir hafa rétt til þess að láta í ljósi skoðun sína, svo lengi sem að ekki er farið út í persónulegt skítkast.

Nú er ég þurrausin, læt þetta gott heita. Óska öllum góðs dags.

 


Nýjir Pólverjar

Ef að ég man rétt þá fór mikill fjöldi Íslendinga til Svíþjóðar og annarra landa í fyrir þrjátíu og fimm árum, eða voru það fjörutíu ár, en þá var atvinnuleysið mikið heima á Íslandi.

Sumir eða flestir fóru svo heim aftur, þegar að ástandið varð betra, er ekki sagan að endurtaka sig.

Nema að það er mikið erfiðara að fá vinnu í öðrum löndum í dag, kreppan er komin út um allt.

En mér svona datt í hug hvort að Pólverjarnir væru jafn margir á Íslandi, kemur til greina að þeir séu með vinnu á Íslandi, en að "landinn" þurfi að hrekjast til annarra landa í vinnuleit.


mbl.is Íslendingar „nýju Pólverjarnir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. febrúar 2009

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 99591

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband