10.3.2009 | 17:01
Skrifar einhver ástarbréf ??????????????????
Í morgun las ég frétt um konu sem að vildi fá ástarbréf, hún vildi fá gömul ástarbréf frá öfum okkar og ömmum, frá þeim tímum þegar að fólk skrifaði hvort öðru.
Þetta varð til þess að ég fór að velta fyrir mér hvað það hefur verið spennandi hérna áður fyrr að opna þykk ástarbréf, fullt af fallegum orðum, fögrum framtíðardraumum, sárum söknuði þar sem að viðkomandi var ekki nálægt elskunni sinni.
Um mig fer ljúfur hrollur við tilhugsunina, ég hef ekki verið svo fræg að fá svona bréf, á mínum sokkabandsárum þá var síminn kominn, og í dag er fólk að senda hvort öðru SMS, engin rómantík þar.
Og þessir kallar mínir hafa þegar að andinn hefur komið yfir þá sent mér póstkort frá einhverri sólarströnd (ég er auðvitað ekki með) þeir grobba af hita, sem að þeir svala með einum ísköldum (ekkert annað dugar) og ef að vel lætur, þá er kannski skrifað með pínulitlum bókstöfum, "ég vildi að þú værir hérna".
Nei margt var betra hérna áður fyrr, verst ef að rómantíkin er ekki lengur í tísku, auðvitað getur vel verið að SMS séu jafn skemmtileg og vel skrifuð ástarbréf, en það er ekki hægt að setja ilmvatn á þau, en það gerðu ömmur okkar hérna áður fyrr á bréfin til kærastans.
Smáskvetta af rósavatni var algeng, og stundum var notað rautt blek, og sumir skrifuðu sínum heittelskaða eða heittelskuðu á hverjum deigi, það var nú kannski nokkuð mikið, sérstaklega ef að bréfin voru löng.
En gaman væri að fá að vita hvort að daman sem að auglýsti eftir gömlum ástarbréfum hefur verið það heppin að einhverjir laumuðu á bréfum sem að afi og amma skrifuðu hvort öðru í tilhugalífinu.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 19:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.3.2009 | 10:43
Þriðjudagsspjall
Ég verð að afsaka bloggleti mína, en hef það mér til afsökunar að ég hef haft svo mikið annað í kring um mig.
Ég er að pakka fyrir ferðina heim til Íslands, um leið pakka ég fyrir vinnuferð, sem að verður á morgun. Þetta að pakka í tvær töskur getur verið svolítið vandamál, áður en að ég vissi af, þá var ég búin að pakka niður ballkjól í vinnutöskuna, er þetta aldurinn.
Hér í Malmö er gott veður, svolítið grátt eins og venjulega, en svoleiðis eru veturnir hérna á Skáni afar gráir, og verð ég sjálf óttalega grá, bæði í útliti og á sálinni á veturna.
Ég rakst á myndina "Mýrina" þegar að ég var að snuðra í DVD myndum á niðursettu verði, þar sem að ég er nú sannur Íslendingur þá keypti ég myndina, er náttúrlega búin að sjá hana, og fannst hún góð. Konulöggan var frábær, og vona ég að hún verði áfram í þessum myndum, því að ég tel líklegt að fleiri myndir verði gerðar eftir sögum Arnaldar.
Ég slæ botninn í þetta, óska öllum góðs þriðjudags.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 10. mars 2009
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar