18.3.2009 | 07:39
En veðrið er gott
Ég hef ekki haft mikinn tíma til að blogga, og ennþá minni tíma fyrir lestur bloggs. Ástæðan er sú að mikið hefur verið að gerast í vinnunni hjá okkur, salan hjá okkur er ákaflega góð reiknuð í prósentum, en þrátt fyrir það eru uppsagnir, og eru margir af mínum góðu vinnufélögum búnir að skrifa undir uppsögnina sína.
Þetta skapar mikla óró hjá okkur öllum, ég geng með hnút í maganum, sá sem að ég vinn mest með, var látinn skrifa undir í morgun, piltur sem að er bæði duglegur og samviskusamur, einn af þeim bestu hjá okkur.
En veðrið er gott hjá okkur á Skáni, blessuð sólin er farin að líta til okkar öðru hvoru, og eiginlega er orðið svolítið vorlegt, fuglasöngur og svei mér þá ef að grasið er ekki orðið grænna.
Í kvöld fer ég heim til Íslands, flug frá Kastrup, alltaf er gaman að rölta um á Kastrup, en verðin eru ekki til að leika með, og ekki hefur það batnað við lækkun sænsku krónunnar, en einn danskur hundraðkall kostar 150 sænskar krónur.
Ég læt þetta gott heita.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 18. mars 2009
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar