Ég, þumalputta konan

Ég er bísí kona þessa dagana, er á kafi í ættingja og vina heimsóknum. Á sunnudaginn fór ég í bíó með ungum og fallegum piltum, sem að vilja ennþá fara í bíó með ömmu gömlu, án þess að líta flóttalega í kring um sig til að athuga hvort að einhverjir vinir sjái þá með gömlu konunni.

Í gær eyddi ég deginum með listakonunni systur minni, en það er kona sem að saumar bútasaum, telur út í púða og teppi eins og að ekkert sé, og grípur í prjónana um leið og hún horfir á sjónvarpið.

Ég, konan með þumalputta á báðum höndum, horfi hálf öfundsjúkum augum á listaverkin, hugsa með sjálfri mér að ég sé nú hálfgert viðundur, sem að hef ekki fengið neitt af þessum góðu genum, sem að annars flest kvenkyn í ættinni hefur í ríkum mæli.

En ég læt ekkert bera á þessarri öfundsýki minni, og klappa bara hundunum, henni Kollu sem að er tíu ára gömul hund kona, og er orðin svolítið þreytt og stynur mikið, og svo hann Garpur sem að er bara tveggja ára, og er ekki búinn að læraað stynja, en geltir þess meira.

Í dag skín sólin, ég er búin að finna sólglerlaugunin mín, og er á leið í bæjarferð, niður Laugaveginn, og í átt til vesturbæjarins, er hægt að hafa það betra.


Bloggfærslur 24. mars 2009

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband