25.3.2009 | 21:23
Miðvikudagur í Reykjavík
Í gær var ég á bæjarrölti, listakonan systir mín kom og náði í mig, og var keyrt í áttina að miðbænum og var bílnum lagt á Þórsgötunni, þaðan gengum við niður Bankastræti og í áleiðis til Vesturgötunnar.
Mikið kann ég nú alltaf vel við mig í gamla bænum, ég elska litlu bárujárnshúsin, ef að ég verð einhverntíma auðug kona, þá kaupi ég gamalt bárujárnshús og eyði ellinni þar með fallegum ketti.
Eftir að hafa þrætt búðir bæjarins, var farið inn á Hressó og drukkið kaffi og með því, hérna í denn var oft farið á Hressó og borðaðar vöfflur og með þeim var drukkið súkkulaði, á kvöldin var drukkið kók og svo var farið á rúntinn, ekki veit ég hvort að rúnturinn er ennþá til, en finnst það ótrúlegt, við vorum svo barnaleg þá, miðað við æskuna í dag.
Eftir kaffidrykkjuna á Hressó fórum við í handavinnubúð, og þar keypti ég, konan með tíu þumalputtana lopa í peysu, listakonan gapti, en gaf mér góð ráð, ég fór með henni heim, og þar byrjaði ég að prjóna, þrátt fyrir tíu þumla þá gekk þetta sæmilega, ég rakti upp einu sinni, ruglaðist eitthvað þegar að ég byrjaði á stroffinu, fór svo að reikna tvær réttar og tvær vitlausar, vanar prjónakonur telja auðvitað allt öðruvísi, en þetta er mitt prjónamál, og er ég, þegar að ég skrifa þessar línur búin að prjóna heilmikið, er náttúrlega búin að komast að duldum handavinnu hæfileikum mínum, sem að engum óraði fyrir.
Læt þetta gott heita, óska öllum góðs kvölds.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 25. mars 2009
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar