5.3.2009 | 07:10
Um daginn og veginn
Eftir að hafa lesið blogg hjá einum af mínum góðu bloggvinum, þá get ég ekki varist því að velta fyrir mér ástandinu heima á mínu kæra fósturlandi.
Í blogginu skrifar hann að öryrkjar séu bornir út á götuna, ef þeir ráði ekki lengur við húsaleiguna sem að bara hækkar og hækkar, en auðvitað hækka ekki bæturnar þeirra í takt við húsaleiguhækkanirnar.
Það liggur í augum uppi að eitthvað mikið er að ef að það er gengið svo langt að öryrkjum er hent út á götuna, allir eru ekki svo heppnir að geta flutt inn á ættingja sína, bætist þá sá hópur við hóp þeirra sem að þegar eru heimilislausir og hýrast um á götum og skúmaskotum borgarinnar.
Í vikunni rakst ég á grein þar sem að sagt var frá því að eitt fyrirtæki heima á Íslandi hafi endurráðið útlendinga eftir uppsagnir, en gengið framhjá landsmönnum sínum, er þetta vegna þess að útlendingarnir vilja vinna fyrir minna kaupi, eða eru íslendingarnir orðnir svo latir að þeir fá ekki vinnu.
Ég rakst líka á grein þar sem að var sagt að fyrir utan atvinnuleysis stofnanir væru langar biðraðir af útlendingum sem að væru á atvinnuleysisbótum, en er ekki flest af því fólki svokallað farandverkafólk sem að ætti þá að fara heim til sinna heimalanda þegar að lítil vinna er í boði, er ástæða til að litla Ísland sé að sjá fyrir útlendingunum sem að eru jafnvel bara búnir að dvelja á landinu í nokkur ár, og um leið er ekki hægt að sjá til þess að íslendingarnir lifi þokkalegu lífi, sem að eru fæddir og uppaldir á Íslandi, og flestir hafa unnið einhvertíma, en verið það óheppnir að veikjast, slasast og eldast, og neyðast til þess að lifa á mögrum bótum.
Þetta eru smá hugleiðingar hjá mér, eftir lestur blaðsins og bloggs hjá bloggvini.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggfærslur 5. mars 2009
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar