11.1.2010 | 00:54
Fyrsta bloggið á þessu ári
Jæja, loksins læt ég verða að því að setjast niður við bloggið, sem að ég hef vanrækt vikum, eða mánuðum saman.
En nú er komið nýtt ár, og á nýju ári eigum við að byrja nýtt og betra líf, eins og að blogga og hætta að éta súkkulaðið sem að varð afgangs um jólin.
Ég hef þyngst um hátíðarnar, og horfi öfundsjúkum augum á magalausar konur, um leið reyni ég að draga inn minn maga með lélegum árangri.
En ég er alltof löt til þess að fara í alvöru megrun, þrátt fyrir erfiðleikana sem ég hef, þegar að ég er að renna upp rennilásnum á svörtu buxunum mínum.
Ég er ennþá með jólakortin í veskinu mínu, þau sem að ég ætlaði að senda vinum og vandamönnum i byrjun desember, ég ætlaði líka að skrifa smá bréf til allra þeirra sem að búa heima á landinu okkar, en af einhverjum undarlegum ástæðum gleymdust þessi kort, en á þessu nýja ári ætla ég að skrifa jólakort, og skrifa löng bréf í staðinn fyrir stutt bréf, þannig að vinir og ættingjar geta þegar farið að hlakka til og telja dagana til næstu jóla.
Síðustu þrjá daga er ég búin að vera í bæ sem að heitir Ystad, og er mikill kvikmyndatöku bær. Í þessum bæ eru allar Wallander myndir teknar, bæði sænskar sem enskar. Ég var nú ekki að leika í kvikmynd(þeir eru ekki búnir að uppgötva mig) en ég var í góðum félagsskap tveggja kvenna, eitt kvöldið bættist sú þriðja í hópinn, og mikið höfðum við kellingarnar gaman, eins og að við sögðum, svona gaman hefði það ekki verið ef að karlmaður hefði verið með okkur.
Er ekki merkilegt hvað einn maður hefði getað eyðilagt þessa góðu og miklu stemmingu hjá okkur kerlunum.
Við höfðum engar áhyggjur af útlitinu, sem að við hefðum annars haft ef að karlar hefðu verið í námuna við okkur.
Við vorum meira og minna í náttfötunum, nema þegar að við skruppum út í búð, og sminka sig er búið að vera bannvara þessa dagana.
Búið er að ræða um allt milli himins og jarðar, nokkur tár hafa verið felld, en hláturinn hefur ráðið ríkjum þessa dagana, og mikið er nú bæði gaman og gott þegar að það er gaman, og auðvitað er ég örugg á því að hláturinn lengir lífið.
Nú slæ ég botninn í þetta, en munið eftir því að oft er gott að geta séð spaugilegu hliðina á hlutunum, það er svo mikið léttara en að gráta yfir þeim.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Dægurmál | Facebook
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já það segiru satt, það er gott að gráta úr hláti.
Þórhildur Daðadóttir, 11.1.2010 kl. 08:59
Þú ert flott
Jónína Dúadóttir, 11.1.2010 kl. 20:47
Takk fyri skemmtilegann pistil Heidur mín.
kvedja frá Hyggestuen
Gudrún Hauksdótttir, 19.1.2010 kl. 10:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.