Bara smá blogg

Mikið er nú langt síðan að ég myndaðist við að blogga.

En ég hef haft mikið að gera undanfarið, og nú er sólin farin að skjótast fram öðru hvoru, sem að verður til þess að ég og fleiri reynum að sitja úti og sleikja langþráða sólargeisla.

Engin aska hefur komið til okkar hérna á Skáni, og afar hljótt er uppi himninum, ég hef ekki orðið vör við flugvél í nokkra daga, sem að er eðlilegt, engar flugvélar hafa flogið frá Kastrup síðustu daga.

Það eru svoddan hörmungar út um allan heim, það liggur við að ég sé farin að trúa því sem að Vottar Jehóva hafa verið að reyna að troða inn í minn þykka haus, að heimsendir sé að nálgast með hraða.

Nú hefur vottum Jehóva ekki tekist að kristna mig, svo að ég fæ trúlega ekki að komast uppi Himnaríki, og klæðast hvítum kirtli og spila á hörpu, og blaka öðru hvoru með vængjunum mínum í takt við hörpuleikinn.

Nei ég lendi sennilega lengst niðri á vonda staðnum, hjá vonda kallinum, kannski verða kallarnir sem að sviku Island þar með mér, vonandi eiga þeir einhverjar millur eftir, því að ég er örugg á því að kallinn á vonda staðnum er með ýmislegt sem að kostar peninga, þar er enginn hörpuleikur.

Miklar uppsagnir eru í vinnunni hjá mér, allstaðar dregst saman, og ferðafólkið hefur svikið okkur fyrstu mánuði ársins.

Margir af mínum góðu vinnufélögum hafa verið kallaðir á eintal með forstjóranum, og koma sumir með tárin í augunum frá því eintali, enda ekki gaman að missa vinnuna í dag, og ákaflega lítið um vinnur í boði.

Ég slæ botninn í þetta, bara bestu kveðjur til bloggvina minna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Alltaf gaman að heyra aðeins frá þér elskuleg, vona að þú haldir vinnunniHeld að Vottarnir geti bara aldrei haft rétt fyrir sér... allt svona er búið að vera að gerast svo lengi sem menn muna og lengur, en þeir sjálfir eru tiltölulega ný... og ekkert sérstaklega skemmtileg... bólaÞeir eru nú meira svona til að gera grín að

Hafðu það sem allra best mín kæra og vonandi fer sólin að hlýja þér sem fyrst

Jónína Dúadóttir, 20.4.2010 kl. 08:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband