Um allt og ekki neitt

Mikið er nú langt síðan að ég bloggaði, fleiri mánuðir, eða fjórir mánuðir nánar tiltekið.

Eins gott að myndast við að bæta úr þessu, og láta vita af að allt er í góðu lagi með kjellinguna, bara mikið að gera, og í miklu að snúast.

Ég kom heim úr vinnunni í dag, kom trítlandi í hælaskóm og þunnum sumartopp út í einhverja verstu hellirigningu sem að ég man eftir að hafa lent í, enda varð lítið úr fínheitunum eftir nokkrar mínútur, og sagði kunningjakonan sem að náði í okkur tvær, þið lítið út eins og blautir hundar greyin mín.

Spáin er ekki góð næstu daga, en veðurfræðingar hérna eru ekki sammála, sumir spá mikilli rigningu, aðrir ágætis veðri og sól, ég vil helst trúa á sólina, því að ég vil ekki trúa því að sumrið sé búið að yfirgefa okkur hérna á Skáni.

Mikið að gera í vinnunni, og ægilegur hiti eins og venjulega, við erum í sömu múnderingu sumar sem vetur, ágætis föt á veturna, og óþolandi á sumrin.

Barnafólkið fer mikið með okkur, oftast á leið til síns forna heimalands, og er mikil tilhlökkun að hitta vini og ættingja, oftast er keypt mikið Marabou súkkulaði og sænskt brennivín sem gjafir til gamla landsins frá nýja landinu, stundum ilmvatn fyrir frúna, þetta er gert í byrjun ferðarinnar, en þegar að fjölskyldan fer heim aftur, þá er lítið sem ekkert verslað, og fólkið virðist vera orðið hálf þreytt á hvort öðru, og börnin gráta meira en þau gerðu í byrjun ferðarinnar. Kemur til greina að fólk eigi ekki að vera of mikið saman, það er ekki vant því, venjulegar fjölskyldur hittast bara á kvöldin, pabbi og mamma vinna, og börnin eru á leikskóla, eða venjulegum skóla.

Um helgina byrjar svokallað Malmö festival, sem að stendur yfir heila viku, oft getur verið gaman að skreppa í bæinn og tilla sér niður á góðum stað, og horfa á fólkið sem að streymir um götur miðbæjarins. Alls konar rétti er hægt að kaupa, frá framandi löndum, ég sjálf er óttaleg bleyða og smakka ekki á neinum nýjungum, vel mér alltaf þrjá smá rétti á kinastöðunum, þá veit ég nákvæmlega hvað ég fæ.

Og nú slæ ég botninn í þetta. En óska öllum góðs dags

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gaman að heyra frá þér mín kæra og gott að vita að allt er við það sama

Jónína Dúadóttir, 19.8.2010 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband