28.2.2014 | 20:16
Mikið varð ég fegin þegar að ég las um konuna...
Mikið varð ég glöð þegar að ég las um konuna sem að fékk íbúð á verði sem að hún réð við, og slapp við að flytja inn í bílinn sinn.
Gott að það finnst ennþá fólk sem að getur hugsað sér að leigja út íbúðir á skikkanlegu verði.
Ekkert er verra en að eiga hvergi heima, nema þá í bílgarmi, vegna ósæmds í húsaleigum heima á okkar litla Íslandi.
Vinkona mín býr ennþá í þvottahúsinu, hefur reyndar haft samband við vissa aðila, og hefur smá vonglætu um að fá hjálp, en hvenær það verður er góð spurning.
Eiginlega er ég farin að velta fyrir mér hvort að það sé verra að hún sé íslendingur, sem að hefur dvalið erlendis, en flutt heim sökum aldurs, og hreinlega vill eiða sínum síðustu árum með ættingjum og vinum, sem að er ósköp eðlilegt.
Hvenær á þessi vitleysa í húsnæðismálum eftir að lagast, eða er beðið eftir því að örvæntingarfullt fólk fari að klambra saman kofum fyrir utan Reykjavík, eins og að er algengt í fátækum löndum, yrði frábær auglýsing fyrir landið.
Læt þetta gott heita
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.