5.3.2014 | 18:03
Gáma íbúar
Mikið leist mér vel á þá hugmynd að flytja inn gáma sem að verður staflað upp, og innréttaðir í pínulitlar, mannsæmandi íbúðir
Reyndar fannst mér leigan ekkert sérstaklega ódýr 80 þúsund fyrir 27 fermetra, en þá er trúlega bæði hægt að fara í bað og líka að þvo þvottana sína.
Var samt að velta fyrir mér hvort að rafmagn og hiti væri innifalinn í þessari upphæð, ef ekki, þá eru þessar litlu kompur komnar yfir 100 þúsund fyrir mánuðinn, og er það ekki nokkuð mikið fyrir 27 fermetra.
Annars er hugmyndin frábær, en leigan mætti vera minni, og fengju íbúar húsaleigu bætur.
Verð samt að viðurkenna að mér datt í hug bragga hverfin gömlu fyrst þegar að ég las um þetta, sem að er náttúrlega mesta vitleysa.
Það verður gaman að fylgjast með þessum málum, og virðingarvert að eitthvað sé gert til að koma fólki inn í mannsæmandi íbúðir.
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.