Óvenjulegur en góður vinningur

Þetta er óvenjulegur vinningur, en samt vinningur sem að getur komið sér vel.

 Vill maður ekki nota vinninginn sjálfur, þá er hægt að gefa vinninginn til þeirra sem að þurfa á hjálp að halda, sem að ekki eru sérlega vel efnaðir, en þurfa samt að sjá til þess að koma einhverjum nánum ættingja í gröfina.

Og ekki man ég betur en að hérna áður fyrr þá var mottóið hjá gamla fólkinu að eiga nú fyrir jarðarförinni sinni.

Ekki veit ég hvað það kostar að yfirgefa þetta blessaða jarðlíf okkar, og að vera potað ofaní jörðina eða inn í ofninn, sem að er að verða algengara, en það kæmi mér ekki á óvart ef að nótan yrði uppá nokkuð mörg hundrað þúsundin, með erfðadrykkju. 

Og skilst mér að algengt sé orðið að jarða í kyrrþey, kannski er það líka gert til að hlífa ættingjum við erfðadrykkjukostnaði.


mbl.is Vann ókeypis jarðarför í happdrætti - vinningurinn er ósóttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þvílík hamingja að fá svona vinning

Jónína Dúadóttir, 18.9.2008 kl. 07:32

2 identicon

Sæl Heidi Helga.

Þetta er einmitt það sem vantar á Íslandi.

 Það gæti til dæmis verið rekið af Ríkinu og enginn NÚLL.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 08:20

3 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Jónína, gæti trúað því að þeir væru til sem að finndist það

Þórarinn minn, auðvitað á þetta að vera alvöru happadrætti, hæðsti vinníngur allt borgað, minnsti vinníngurinn, steinninn borgaður

Heiður Helgadóttir, 18.9.2008 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband