20.9.2008 | 10:14
Af hverju viljum við ekki eldast
Hver seigir að það sé leiðinlegt að eldast. Höldum við bara heilsunni, og getum átt ofan í okkur og á, þá er það bara eðlilegur gangur lífsins.
Hvaða máli skipta hrukkurnar og gráu hárin.
Hvaða máli skiptir það þó að malla kúturinn sé farinn að vaxa svolítið út, og brjóstin farin að hanga, rassinn meira og minna horfinn, bakið ekki eins beint og það var fyrir tuttugu árum,fæturnir lúnari, minnið er farið að svíkja okkur svolítið, við þurfum að leita betur að góðu stöðunum, við setjum kaffikönnuna inn í ísskápinn, allt þetta er eðlilegt, og þetta verðum við að sætta okkur við.
Hver vill líta út eins og konan til vinstri, ekki man ég hvað hún er gömul, en eftir útlitinu að dæma, hefði ég giskað á rúmlega áttræð, þarna er ekki botoxið sparað. Ég hefði orðið hrædd ef að ég hefði mætt þessari hryggðarmynd á förnum vegi, skildi hún vera ánægð með árangurinn af fegrunaraðgerðum sínum.
Nei, þá vil ég frekar vera eins og amman til hægri, ánægð með sjálfa sig, óhrædd að sína sig, skiptir engu máli þó að skrokkurinn sé farinn að gefa sig. Meiriháttar eldri dama, gullfalleg kona komin hátt á áttræðisaldurinn. Ég vil verða eins og hún, sexí gömul kona.
Slæ botninn í þetta, er ekki dottin í það, ef að ykkur datt það í hug, er bara feikilega andlaus, hér á laugardagsmorgni í Malmöborg.
Hér er grátt haustveður, fallega veðrið var í gær og fyrradag, en það er logn.
Mér verður hugsað til systur minnar, sem að situr núna í flugvél á leiðinni til Grikklands, og óska henni og ferðafélögum hennar, góðrar ferðar.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Dægurmál | Breytt 22.9.2008 kl. 16:05 | Facebook
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála vildi heldur vera eins og sú hægra meginGóða helgi mín kæra
Jónína Dúadóttir, 20.9.2008 kl. 11:16
Engin spurnin, sú til hægri er valið
Heiður Helgadóttir, 20.9.2008 kl. 14:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.