Bara mánudagsbull

Góðan og blessaðan daginn, þá er kominn mánudagurinn góði, ný vinnuvika byrjar hjá mörgum, þeim sem að eru með 9 til 5 vinnu, mikið var nú myndin "nine to five" góð, ég hef nú alltaf haldið uppá hana Dolly litlu Parton, röddin er meiriháttar, hef alltaf dáðst að stærðinni á barmi hennar, en er henni ekki illt í bakinu, er ekki kominn tími til að hún minnki plastið í brjóstunum.

Ég er búin að kíkja yfir helstu fréttir, mér kom á óvart að það virðist vera sem að mörgum finnist sjálfsagt að útlendingar séu með minna kaup en heimafólk, og ég sem hélt að Íslendingar væru svo sanngjörn þjóð. Þeir eru þá ekkert betri en Svíarnir, en hér vinna Pólverjar mikið svart, og þá fyrir mikið minna kaupi en Svíarnir, en enginn kippir sér upp við það.

Ég er að fara til Póllands um miðjan október, þetta verður svokölluð námsferð hjá okkur í vinnunni, en komin er stór og ný ferja sem að fer á milli Svíþjóðar og Póllands, og ætlum við að fara og skoða ferjuna, og auðvitað athuga hvort að við getum lært eitthvað nýtt í sambandi við sölu ilmvatna og sterkra drykkja.

 Og auðvitað er meiningin að láta báðar vaktir hittast svona einu sinni, annars hittumst við á landganginum, köstum kveðju á hvort annað, og mikill rígur er á milli vakta, einkabílstjórinn minn, hún Agneta hvíslaði að mér seinast þegar að við vorum að fara í land, og hittum hina vaktina, "ekki gæti ég unnið með þeim", mér svona datt í hug hvort að hin vaktin seigi það sama um okkur.

Í fyrradag datt mér í hug að lesa nokkur gömul blogg frá mér, og mér ofbauð svo vitleysan sem að ég hafði skrifað, að ég eyddi öllu, ég eyddi líka því sem að ekki átti að eyða, og skipti um mynd af mér, ég varð vör við að fólki fannst sú gamla vera svolítið lauslætisleg, ég er ekki tilbúin til að setja ekta mynd af mér, allir í fjölskyldunni vita ekki um þessar skriftir mínar, og vil þá hlífa þeim frá því að vera strítt með þessu tómstundagamni mínu.

Óska öllum góðs dags.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Heidi Helga.

Já, það er oft vandratað um þessa skerjagarða lífsisns, en mikilvægast er þó að rata heim eftir að hafa fengið sér Pólskan Wodka Wybarowa.

Eigðu góðan daginn.þessi er sérstakur og kemur ekki til baka. Júí TIMBURMÖNNUM.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 08:29

2 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Þórarinn minn, þetta er ekki skemmtiferð, þetta er á vegum vinnunnar, varla förum við að þamba brennivín nú vona ég að þú sért ekki illa haldinn timburmönnum ef svo er, þá verður þetta mikið betra á morgun

Heiður Helgadóttir, 22.9.2008 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband