22.9.2008 | 11:54
Bauhaus
Svolítið skondið finnst mér, að um leið og talað er um kreppu, og að það sé verið að stoppa nýbyggi, þá er verið að opna stærðarinnar byggingarvöruhús heima.
Er þá kreppan bara í nösunum á fólki. Um leið er afskaplega jákvætt að svona margir fá vinnu þarna, ég fer nú stundum í Bauhaus hérna í Malmö, og þar sé ég lítið af starfsfólki, nema að tveir sitja við kassana, ef að ég þarf aðstoð, þá þarf ég oftast að leita vel og lengi, eftir viljugri manneskju sem að getur hjálpað mér. Er ansi hrædd um að það verði auðveldara að fá hjálp í Bauhaus heima á Íslandi.
1.250 sækja um 150 störf hjá Bauhaus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:36 | Facebook
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er nefnilega ekkert svo skondið þegar vel er gáð. Húsasmiðjan og BYKO hafa að mestu leyti skipt með sér þessum markaði á Íslandi undanfarna áratugi auk smærri verslana sem hafa lifnað og dáið á sama tíma vegna ofríkis og einokunarstöðu stóru risanna tveggja sem hafa stundað þá séríslensku íþrótt að okra á viðvkiptaþrælum sínum og halda uppi lága verðinu. Bauhaus mun að sögn bjóða sams konar vöruflokka á miklu lægra verði en okurfélögin tvö og þar með vonandi leggja þau endanlega að velli. Neytendur eiga skilið að njóta góðs verðs og viðskiptakjara um leið og seljandinn rekur sína starfsemi með góðum árangri. Hér hefur markmið BYKO og Húsasmiðjunnar hins vegar verið að okra svo á viðskiptaþrælunum að eigendurnir verði ofsaríkir á örskömmum tíma. Þetta stunda bankarnir hérna og olíuglæpafélögin og svo á að láta neytendur borga sukkið. Bauhaus og önnur fyrirtæki með eðlilega verðlagningu eru hjartanlega velkomin og einnig vantar tryggingafélög sem ekki þrífast eingöngu á fjárglæfrastarfsemi með fjármuni neytenda.
corvus corax, 22.9.2008 kl. 13:48
Corvus, ég verð að viðurkenna fákunnáttu mína í þessum málum heima, en þar sem að kreppa er notuð í öðru hverju orði liggur við, þá kemur það mér einkennilega fyrir sjónir að risabyggingarvöruhús sé opnað.
Fjöldi starfsfóks kemur mér á óvart, um leið er gott að fólk fái vinnu. Þakka þér fyrir innlitið.
Heiður Helgadóttir, 23.9.2008 kl. 09:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.