23.9.2008 | 10:21
Um hitt og þetta
Þriðjudagur til þrautar er sagt. Ekki veit ég hvort að það er rétt, mér finnst þriðjudagar vera ágætis dagar, en það er síðasti dagurinn heima hjá mér, eða í vinnunni, miðvikudagar eru annaðhvort að fara í vinnu dagar, eða að koma heim dagar.
Næst þegar að ég kem heim verður annríkt hjá mér, en þá þarf ég að skottast til tannlæknis, og um leið útvega mér læknisvottorð. Við megum ekki vinna úti á sjó nema að vera með vottorð uppá að við séum frísk á líkama og sál, þá eru teknar alls kyns prufur, ég loka augunum þegar að ég er stungin í blóðprufunni, en að pissa í glas, leik ég mér að, geri það öðru hvoru í vinnunni, þegar að ég þarf að sanna sakleysi mitt frá því að vera undir áhrifum áfengis og eiturlyfja.
Á morgun verður hún litla Úrsula spákonan mín ekki í vinnunni, þessi elska er komin á aldur, nú fæ ég enga spennandi spádóma um framtíðina, fæ engar fregnir af stórum peningafúlgum sem að eiga eftir að berast til mín, fæ engar fregnir af "strákum", sem að hugsa hlýtt til mín, hvernig fer ég að.
Síðasti dagurinn hennar Úrsulu okkar var skemmtilegur, um leið var mikið grátið. Hún hafði ekki hugmynd um að undirbúin var mikil tertuveisla fyrir hana, margir þóttust ekki muna að hún væri að hætta hjá okkur(kannski sárnaði henni kuldinn hjá okkur, en við erum svona þetta sjófólk), smurbrauðsdaman okkar var búin að baka flottar tertur, sérstaklega var ein flott, þakin rauðu marsípani, og skreytt með rósum sem að smurbrauðsdaman gerði sjálf með fimum fingrum sínum.
Svo voru allir búnir að læðast út í matsalinn, ég var auðvitað ein af þeim, og ein af vinnufélögum Úrsulu náði í hana, og var hún leidd blindandi inn í matsalinn. Þegar að þangað var komið, þá fékk Úrsula að opna augun, og varð henni svo bilt við að sjá terturnar, gjafirnar(auðvitað vorum við búin að kaupa gjafir)og okkur öll sömum, að hún fór að hágráta, og það var eins og við manninn mælt, við fórum flest öll að tárast, þarna upphófst mikil grát og tertupartý, snöktandi fengum við okkur tertu og þökkuðum Úrsulu okkar fyrir öll árin með henni.
En allir sögðu það sama, mikið var nú þetta gaman, og mikið var þetta vel heppnað hjá okkur.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:43 | Facebook
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jónína Dúadóttir, 23.9.2008 kl. 12:50
Jamm, það er ekkert grín þetta blóðstunguvesen og pissuprufudótarí. Fékk að kenna á því þegar ég fékk nýrnasteinana.
Sætt af ykkur að kveðja hana Úrsúlu svona fallega....verst með alla spádómana um framtíðina.
Knús á þig, vinkona.
Sigríður Sigurðardóttir, 23.9.2008 kl. 16:32
Já, stelpur mínar, veit ekki hvernig ég á að lifa vinnuna af spádómalaus.
Knús á ykkur báðar, mínar kæru bloggvinkonur
Heiður Helgadóttir, 24.9.2008 kl. 06:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.