24.9.2008 | 07:13
Alltaf sama sagan um mánaðarmót
Þá sit ég hérna með hlunkinn í annarri hendinni, og drekk morgunkaffið mitt, fer af stað í vinnuna eftir nákvæmlega tvo klukkutíma.
Er búin að vökva blómin mín, mesta furða hvað þau lifa vel við litla umhugsun og vatnssopa öðru hvoru.
Ég er líka búin að borga reikningana, og eins og venjulega er ég alltaf jafn hissa á því hvað litlir peningar eru eftir. Greinilega þarf ég að krefjast kauphækkunar. En þegar að ég hugsa mig um, þá er ekkert skrítið þó að ég sé alltaf skítblönk, en það er einfaldlega vegna þess að ég er einbúi. Ef að ég væri með kall í eftirdragi, þá væri efnahagur minn mikið betri, þá reikna ég náttúrlega með því að það sé maður í fullri vinnu.
Ég borga húsaleigu, einn þriðji af kaupinu fer í leigu.
Ég borga dýrar tryggingar.
Ég borga síma, rafmagn og afnotagjöld af sjónvarpi.
Ég borga niður gamlar skuldir, sem að hanga á eftir mér síðan að ég var eigin atvinnurekandi.
Ég kaupi mat þegar að ég er heima, borða reyndar sama mat nokkra daga í röð, var nú orðin þreytt á hrossabjúgunum, skánaði þegar að ég át kjötbollur(heimatilbúnar) í fjóra daga.
Þetta er nú bara það sem að ég man eftir í fljótu bragði.
Ég þarf að ná mér í geðgóðan og heimilislegan mann, með sæmilegar tekjur, hann fengi nokkuð frjálsar hendur, þar sem að ég er frekar lítið heima.
Ef að þið vitið um svona mann á lausu, vinsamlegast látið mig vita, vil helst að hann sé kominn hingað fyrir næstu mánaðarmót.
Óska öllum góðrar viku.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:28 | Facebook
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skal hafa augun hjá mér fyrir þig
Gangi þér vel í vinnunni mín kæra
Jónína Dúadóttir, 24.9.2008 kl. 11:20
Knús og kram.
Kristín Katla Árnadóttir, 24.9.2008 kl. 21:24
Helga skjol, 24.9.2008 kl. 22:13
Sæl Heidi Helga.
Ég veit um einn og hann yrði nú ekki mikið fyrir þér.
Kostir. Er ekkert fyrir að rífast,góður við börn og gamalmenni er vel handlaginn og vandvirkur, er fær í öll heimilsstörf.
Og borgar alla reikninga nema þá sem hann getur ekki borgað.
Útlit.Myndarlegur maður og mjög spar á föt( tilheyra útliti)
Á ég að láta hann vita um þig.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 03:45
hehehe hef augun hjá mér, vinkona. Verst að allir þeir góðu rjúka út fyrir þrítugt....nóg af hinum á lausu
Sigríður Sigurðardóttir, 29.9.2008 kl. 18:34
Skal hafa augu og eyru opin ef ske kynni að ég heyrði af einum slíkum manni
Guðný Einarsdóttir, 29.9.2008 kl. 20:18
Mikið eruð þið góð við mig mínir kæru bloggvinir, ég er örugg á að Jónína hefur augun opin á Akureyri, og jafnvel sendir mér kall.
Og Þórarinn minn, eftir að hafa lesið innleggið þitt, þá leist mér vel á kallinn, endilega láttu hann vita um mig, mjög jákvætt ef að hann kemst hingað til mín fyrir næstu mánaðarmót, held að reikningarnir verði nokkuð erfiðir þá.
Ace, það eru þá fleiri en ég í þessari leiðindastöðu
Sigga mín, rétt hjá þér, en hafðu samt augun opin, að bara betra ef að kallinn er ríkur
Guðný mín, ég veit að þú gerir þitt besta, væri gott ef að hann kann að laga mat
Heiður Helgadóttir, 2.10.2008 kl. 05:15
Og knús til Kötlu og Helgu
Heiður Helgadóttir, 2.10.2008 kl. 06:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.