Smá rabb um daginn og veginn

Jæja, þá er ég komin heim, kom reyndar í gær, en var alltof þreytt til þess að blogga, sofnaði sætt yfir uppáhaldsþættinum mínum um yfirnáttúrulega hluti.

Í dag er ég búin að vera hjá læknir, en ég þarf að skila læknisvottorði uppá að ég sé heil heilsu annað hvert ár, skila ég ekki þessu vottorði, þá fæ ég ekki að vinna. Ég lenti hjá landa mínum, sem að er greinilega í miklu uppáhaldi hjá samstarfsfólki sínu.

"Oh, hann er svo sætur Íslendingurinn" kurraði hjúkkan, sem að stakk mig í fingurinn til að fá alls kyns blóðprufur. "Á hvaða aldri er hann" spurði ég, um leið og ég reyndi að láta ekki líða yfir mig, ég er nefnilega svo hrædd við að láta stinga mig. "Hann er trúlega rúmlega fimmtugur, en lítur út fyrir að vera yngri" svaraði hún, og fyllti fleiri glös af blóði mínu.

 Mér svona datt í hug, að ég hefði nú átt að fara í blúndubrjóstahaldarann í morgun, svona ef að hann vildi hlusta mig, þessi sæti landi minn.

En hann hafði engan áhuga fyrir því að ég færi að fækka fötum, hann tók hlustunarprófin utan á peysunni minni, og var ég fegin því, þar sem að ég var í, ekkert fyrir augað brjóstahaldara.

Létt í spori fór ég svo frá landa mínum, með vottorð uppá að ekkert getur aftrað því að ég vinni mína vinnu. Ég hitti hjúkkuna á leiðinni út frá honum, "var hann ekki sætur Íslendingurinn" spurði hún, ég kinkaði kolli, því að þetta var hinn þægilegasti maður.

Nóg um þetta. Ekki er gaman að lesa blöðin þessa dagana, þetta lítur hálf illa út allstaðar, og krónan er ekki mikils virði í dag. Vonandi gengur þetta fljótlega yfir, og það sem að er mest áríðandi, að ekki komi alsherjar atvinnuleysi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband