Þetta er rétt

Þetta kemur mér ekki á óvart, maðurinn heldur framhjá þegar að honum finnst að konan sé hætt að taka eftir honum, hann er ekki lengur númer eitt í hennar augum, kannski eru börnin komin og þá snýst oft allt um þau, hann verður útundan(enda einn af börnunum), og þá fer hann út og heldur fram hjá.

 Ástkonan hefur tíma til þess að hlusta á hann, hún horfir á hann aðdáunaraugum, hrósar öllu sem að hann seigir, ekki bregður hún fyrir sér höfuðverk í tíma og ótíma, enda er hún sjaldnast með öskrandi börn í kring um sig, sem að bæði þarf að skeina og snýta.

Og þeir menn sem að ég þekki og veit að hafa verið í framhjáhaldi, oftast hafa konurnar þeirra verið mikið huggulegri en hjákonurnar, einkennilegt en satt.

Gaman væri að sjá skýrslur um konur sem að halda framhjá.


mbl.is Sækjast eftir viðurkenningu í framhjáhaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Var stödd inní umræðu um framhjáhald á dögunum og er ein kona hafði á orði að sér fyndist framhjáhald hræðilegt, svaraði önnur:  Hvað eiga menn að gera þegar makinn ítrekað neitar um kynlíf..nú samband byggist uppá því.  Ekki svaravert frá minnihálfu..gekk burt.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 3.10.2008 kl. 15:55

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Kynlíf bara einn partur af góðu sambandi, kærleikur, vinátta, virðing, gleði og samvinna ekki síður mikilvægt.  Framhjáhald skapast að mínu mati þegar flestir þessir þættir hafa "dáið" í sambandinu.

Sigríður Sigurðardóttir, 3.10.2008 kl. 20:28

3 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Framhjáhald er bara þeim að kenna sem stunda það, ekki hinum makanum (að mínu mati). Fólk ætti að tala meira saman, ef spennan fer minkandi þá þýðir ekkert annað en að ræða það. Hversu lélegt er sambandið þitt ef þú getur ekki talað við makann þinn..?!???

Garðar Valur Hallfreðsson, 3.10.2008 kl. 23:20

4 identicon

Hvað kemur útlit framhjáhaldi við ? Átti þetta að vera einhver huggun fyrir eiginkonurnar að hjákonan gæti ekki verið eins hugguleg og eiginkonan....þvílík heimska að segja svona :/ þetta sýnir okkur að útlit kemur þessu ekkert við enda hefur það sýnt sig að þó svo að eiginkonan sé gullfalleg þá getur útlitið eitt ekki bjargað einhverju hjónabandi eða gert manninn hamingjusamann.Enda held ég að þeir séu að leita að einhverju meiru en útliti.Þeir eru kannski ekki eins hégómlegir og eiginkonurnar....

solla (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 02:30

5 Smámynd: Sporðdrekinn

Já þetta er allavega stór hluti ástæðurnar í þeim tilvikum sem að ég þekki.

En hitt er annað mál það þarf sko ekki að vera konan sem missir álit á manninum eða finnst hann ekki vera sá besti í öllu. Því að stundum missir maðurinn álit á sjálfum sér sem að svo smitast út í hjónabandið og þá fær kallinn sér viðhald.

Sporðdrekinn, 4.10.2008 kl. 02:36

6 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Fjóla, auðvitað skiptir kynlífið máli, en langt í frá svo miklu máli, sem að margir vilja meina, en það er einstaklingsbundið eins og allt annað.

Sigga, þetta er rétt hjá þér, en því miður er eins og að samvinnuna vanti hjá mörgum.

Garðar Valur, því miður er mikill skortur á því að fólk tali saman, ég veit dæmi þess að konur geta sagt bestu vinkonunni allt, en ekki manninum sínum.

Solla, útlit hefur alltaf skipt máli, og það liggur í augum uppi að fréttir maður að maður sé kominn með viðhald, þá heldur maður fyrst að einhver fegurðardísin hafi platað hann. Og margir menn fara eftir útliti. Það gera konur líka.

Sporðdreki, Mikið rétt hjá þér, og í rauninni þarf ekki að vera að fólk missi álit á hvort öðru, oft kemst leiði inn í sambönd, fyrir utan stressið hjá öllum, hérna áður fyrr var konan oftast heima, í dag vinna allar konur úti, um leið þarf að hugsa um börn og heimili, það verður lítill tími eftir til að rækta sambandið á milli konu og manns.

Heiður Helgadóttir, 4.10.2008 kl. 06:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband