Um blogg og ýmislegt annað

Hér í Malmö er gott veður, en auðvitað er farið að kólna mikið, og treflar, úlpur og vettlingar áberandi söluvarningur í öllum búðum.

Ég er svosem búin að skjótast út í Mollið hérna hjá mér, mikið fólk er á ferðinni, en hvergi voru biðraðir.

Erindið hjá mér var að senda smápakka til Íslands, lítilræði til nýfæddra ungabarna sem að hafa skotist út í heiminn síðustu þrjá mánuðina, þegar að ég fór að borga undir pakkana, þá brá mér heldur betur, það lá við að ég þyrfti að krossa mig nokkrum sinnum, ég þakkaði mínum sæla fyrir plastkortin, en kostnaðurinn við að senda pakkana samsvaraði kostnaði innihalds annars pakkans. Þetta er í síðasta skipti sem að ég sendi pakka heim til Íslands, mikið betra að stinga peningaseðli í umslag og senda heim.

Ég er búin að dunda mér við lestur Moggans, og auðvitað er ég búin að lesa blogg hjá hinum og þessum í dag.

Það sem að kemur mér mest á óvart, er að það virðist vera sem að sumt fólk gefist uppá að blogga vegna slúðursagna og illgirni annarra bloggara. Nú veit ég ekki hvað býr á bak við þetta, en merkilegt er að fólk þurfi að vera að ónotast út í hvort annað hérna. Öllum er frjálst að hafa sínar skoðanir. Ég les marga hérna sem að mér finnst vera stórskemmtilegir, og suma er ég farin að telja sem góða kunningja mína.

Engan hef ég hitt, en er búin að skapa mér mynd af þeim flestum í huga mínum, hvort sem að sú mynd er rétt, það veit ég ekki.

Mér dettur í hug maður sem að ég þekki, hann var búinn  að vera í símasambandi í vinnunni við sömu konuna í lengi tíma, þessi kona var með ákaflega fallega og viðkunnanlega rödd, og var hann búinn að búa til mynd af yndisfagri konu í huga sínum, myndin passaði röddinni.

Loksins stóð til að hann átti að fá að hitta hana, og er ég ekki frá því að hann hafi nú greitt sér óvenju vel þann daginn, jafnvel sett örlítið meiri rakspíra framan í sig, en hann var vanur að gera.

Og loksins átti hann að hitta þessa fögru konu, þegar að hann sá hana þá missti hann næstum því andlitið, því þessi kona var bæði áberandi ófríð og óskaplega feit, en þegar að hún opnaði munninn og talaði, þá hafði hún fallegustu rödd sem að hann hafði nokkurn tíma heyrt.

Slæ botninn í þetta. Óska öllum góðrar og gleðilegrar helgi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tekkji tetta med kostnadinn ad senda heim og er ég löngu búin ad  leggja tad á hilluna.

Madur gerir sér fólk í hugarlund og einmitt oft eftir röddinni.

Smá óheppni hjá manninum

Eigdu góda helgi  og kvedja úr fallegu hausti hérna í Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 4.10.2008 kl. 14:09

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góða helgi elskan.

Kristín Katla Árnadóttir, 4.10.2008 kl. 17:10

3 Smámynd: Helga skjol

Knús á þig inní gott kvöld mín kæra

Helga skjol, 4.10.2008 kl. 20:13

4 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Jyderupdrottningin, skil orðið mæta vel að pósturinn sé meira og minna að fara á hausinn hérna í Svíþjóð, með þessum okur verðum sínum. Eigðu sjálf góða og skemmtilega helgi. Kveðjur frá Malmö

Katla mín, mörg knús til þín mín kæra, sem að alltaf sendir mér svo fallegar kveðjur.

Sömuleiðis Helga mín

Heiður Helgadóttir, 4.10.2008 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband