8.10.2008 | 05:56
Þá er það vinnuvika framundan
Ég vaknaði snemma í morgun, og setti strax á sjónvarpið, svona til að fylgjast með kreppunni.
Mikið er rætt um litla Ísland, þeir í sjónvarpinu velta fyrir sér hvort að Ísland rúlli yfir, ein kona spurði, "en er ekki óvenjulegt að lönd verða gjaldþrota".
Ég man ekki betur en að Færeyjar hafi orði gjaldþrota fyrir nokkuð mörgum árum.
Eiginlega verð ég svolítið leið þegar að það eru bara slæmar fréttir í öllum fjölmiðlum, ég man ekki eftir að hafa heyrt jákvæða frétt dögum saman, ég hef verið dugleg að hafa samband við ættingjana, fáir af þeim töluðu um kreppuna, aftur á móti sögðu systur mínar mér frá mikilli sláturgerð á þeirra heimilum, ekki veitir nú af að fylla frystikisturnar fyrir magran vetur.
Ég fer fljótlega af stað í vinnuna, einkabílstjórinn minn kemur og nær í mig, saman brunum við til Trelleborgar, á leiðinni verður mest talað um vinnuna, og kannski minnumst við á kreppuna.
Hér í Malmö er gott veður, veðurspáin fyrir vikuna er góð, vonandi er eitthvað að marka það, óneitanlega er þægilegra að vinna í góðu veðri og um leið að losna við sjóveika farþega.
Ég óska öllum góðrar viku.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:52 | Facebook
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gangi þér vel og góða skemmtun í vinnunni mín kæra
Jónína Dúadóttir, 8.10.2008 kl. 05:59
Þakka þér fyrir það
Heiður Helgadóttir, 8.10.2008 kl. 06:18
Ég verd líka svolítid leid tegar ég heyri talad svona negativt um tjódina mína hér í danmörku.....
Já tú býrd í Malmø...Ég hef nokkru sinnum skotist tangad med kúnnanna mína á gistiheimilinu.Tad r alltaf gamana dkoma tangad.
Eigdu gódann dag.
Gudrún Hauksdótttir, 8.10.2008 kl. 07:35
Jú, jú, Malmö er nokkuð góð borg, annars finnst mér alltaf voða "nice" að koma til Danmerkur, það er viss andi í Danaveldi, sem að Svíarnir hafa ekki. Með bestu kveðju
Heiður Helgadóttir, 8.10.2008 kl. 07:58
Uss.. ég læt kreppuna bara eiga sig og einbeiti mér að því að vera bjartur og brosandi - sem reyndar er ekki erfitt því ég er þannig algerlega að upplagi og hreinlega fæddur kreppulaus ... knús á þig og njottu vikunnar!
Tiger, 8.10.2008 kl. 20:19
Bros og knús í þitt hús
Jónína Dúadóttir, 8.10.2008 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.