Föstudagur á milli Þýskalands og Svíþjóðar

Við erum á leið til Þýskalands, klukkan er fimm hjá mér, en bara þrjú hjá ykkur, og trúlega eru þið flest öll sofandi vært í rúmum ykkar, og vonandi dreymir ykkur fallega drauma, vonandi dreymir ykkur ekki um kreppuna. Kreppuna sem að allir tala um, og flestar fréttir í blöðunum fjalla um kreppu og hversu slæmir tímar séu framundan hjá okkur.

Hér í vinnunni hjá mér tölum við ekki mikið um kreppuna lengur, við tölum mest um Póllands ferð, sem að verður farin á þriðjudaginn, mikil mómæli hófust þegar að við lásum okkur til um að einhverjir vildu fara á nuddstofu og heit böð í Póllandi, því hver hefur áhuga fyrir nuddi og heitum pottum, þegar að hægt er að hafa það huggulegt á götumörkuðum, og jafnvel hægt að gera góð kaup, því að ennþá er hægt að gera góð kaup í Póllandi.

Ein ekki kreppufrétt, hún Angelina Jolie er svo léleg húsmóðir að hún kann ekki einu sinni að sjóða egg, þetta viðurkennir hún í kjaftablaði, og putar svolítið með munninum um leið. Aumingja Brad Pitt er greinilega kófsveittur í eldhúsinu við matargerð, en sagt er að hann geri það svo gjarnan,  með aðstoð góðra manna í eldhúsinu þeirra, og fátt hugsar hann meira um, en hvað hann ætli að malla á morgunverðarborðið fyrir puntmunninn og börn þeirra.

Þetta var nú ágætisfrétt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Góda ferd til týskalands....Ég fór einmitt til Pòllands í sumar jú hægt ad gera stólpakaaup...En máég tá heldur bidja um nuddid og heitubödin 

Knús á tig í góda ferd.

Gudrún Hauksdótttir, 10.10.2008 kl. 07:50

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góða ferð og góða skemmtun

Jónína Dúadóttir, 10.10.2008 kl. 09:17

3 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Góða ferð til Þýskalands, vinkona.  Kreppudraumar ekki á dagskrá, enda flestir Frónbúar undrandi á gassagangi fjölmiðla og látum.  Það er ekki eins og það hafi ekki ríkt kreppa á litla Fróni áður.  Sei sei jú.  Og þó að menn vilji kenna "útrásarvíkingunum" um allt heila klabbið núna, þá held ég að þeir séu bara ein undirstaðan á fjórfættum efnahags-BABELS-turni litla Fróns.

Sigríður Sigurðardóttir, 10.10.2008 kl. 15:07

4 identicon

Sæl Heidi Helga.

Gangi þér vel að heiman og líka heim.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 01:09

5 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Þetta krepputal er nú orðið frekar leiðinlegt...

Góða skemmtunn í Póllandi..

Guðný Einarsdóttir, 13.10.2008 kl. 23:21

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góða ferð knús

Kristín Katla Árnadóttir, 14.10.2008 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband