Fimmtudags hugleiðingar

281Óvinsælasti Íslendingurinn þessa dagana er hann sem að er hæsta hænsnið hjá Sterling.

Í augnablikinu gæti ég vel hugsað mér að sitja ofan á honum, og neita að standa upp fyrr en að ég fengi flugmiða með SAS til Alicante, án þess að borga fyrir hann.

Ég dauðvorkenndi fólkinu sem að stóðu eins og strandglópar út um allan heim, sumir höfðu keypt miða á síðustu stundu. Ein kona var á leið til móður sinnar sem að hafði fengið hjarta áfall, og keypti platmiða hjá Sterling, í þeirri trú að hún kæmist fljótt til móður sinnar.

Mér svona dettur í hug hvort að Expressin tóri mikið lengur. Auðvitað er sorglegt þegar að hvert fyrirtækið á fætur öðru rúllar yfir, það eru svo sannarlega slæmir tímar.

Hér í Malmö er hið besta veður, svolítið grátt úti, en logn, spáð er kaldara veðri, auðvitað hljótum við að fá að finna fyrir vetrinum.

Óska öllum góðs dags, og verið góð við hvort annað, ekki veitir af, og það kostar ekkert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Eigðu líka góðan dag mín kæra

Jónína Dúadóttir, 30.10.2008 kl. 09:29

2 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tad skyldi tó ekki verda ad Express væri tad næsta fyritækji.Rádamenn okkar eru allavega ad hækka all vel vextina til ad hreinsa í burtu óæskjileg fyrirtækji ad manni finnst ...Ég á mida til íslands eftir 2 vikur ca og heim rétt fyrir jól.

tad er spurning hvort ad ferdinni verdi+

Hér í Jyderup er yndislegt vedur svlítid kalt en tad er í lagi.Sólin reynir ad brjótast framm.

Med kvedju

Gudrún Hauksdótttir, 30.10.2008 kl. 10:41

3 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Ekki veit ég hvað skeður næst í þessari leiðindasögu landsins okkar, en útlitið er ekki gott, við erum heppnar að vera fyrir utan þessi ósköp. Eigðu góðan dag

Heiður Helgadóttir, 31.10.2008 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband