Og þá er kominn föstudagur

Þá er kominn föstudagur, var það ekki dagurinn til fjár, ég þarf endilega að spila á Lottó um helgina, þarf að reyna að vinna peninga fyrir nýjum Spánar miða. Held að ég sé búin að finna ferð með Norsku flugfélagi, vonandi fara þeir ekki á hausinn fyrir áramót.

Er búin að dunda mér á netinu, skoða hitt og þetta, forðast að lesa of mikið um kreppuna, sem að er erfitt, þar sem að síðdegisblaðið í gær var yfirfull af fréttum frá gjaldþroti Sterlings, og svívirðulegri framkomu þeirra, en þeir dunduðu sér við sölu á miðum eftir að félagið var komið í gjaldþrot, að tala um að mjólka beljuna þurra.

appearence

Þolinmæði þrautir vinnur allar, dettur mér í hug þegar að ég sé þessa mynd af kisu lúrunni og gullfiskinum.

Í næsta húsi við mig býr hún Pólska Anna sem að er með fjöldann allan af köttum, hún átti líka stórann svartan afar illilegan hund, sem að var stundum í göngutúrum með Pólsku Önnu í eftirdragi, okkur var öllum í nöp við þennan hund, og í gær frétti ég að hundurinn væri kominn upp í hunda Himnaríkið, verð að viðurkenna að ég fann fyrir léttir, engum söknuði.switch

Er þetta framtíðarmaðurinn datt mér í hug, ákaflega hentugt, passar konum á öllum öldrum.

Verst að hann er eitthvað svo hjárænulegur á svipinn, en kannski er hægt að fá margar tegundir af andlitum.

Held samt að ég myndi ekki velja mér þessa tegund af slökkvara, tekur alltof mikið veggpláss.toilet

Flestir menn myndu elska að pissa í þetta klósett.

Minnir mig á munn Marilyn Monroe heitinnar.

normal_itsnotyou

 

 

Nú er kellingin orðin alvarlega biluð hugsið þið. Nei en ég vil ekki skrifa mikið meira um þetta leiðindaástand alls staðar.

stclaus

Bráðum koma blessuð jólin, allar búðir eru þegar yfirfullar af alls kyns jóladóti. Þegar er farið að hvetja fólk til að kaupa stóru jólagjafirnar núna, og byrja að borga þær eftir áramót. Er ekki tilvalið að taka upp þann sið að gefa hvort öðru bara kerti og spil, hætta þessari gjafa vitleysu, borða frekar góðan mat, og taka upp siðinn að grípa í spil, sem að er stórskemmtilegt, en hefur gleymst í nútíma önnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég vil ekki trúa því að fólk ætli að láta eins og hálfvitar líka fyrir þessi jól   Það á alls ekkert að gefa margar og dýrar jólagjafir..... Gefa litlum börnum pakka þeim finnst það gaman og er alveg sama hvað það kostar, skreyta og borða góðan mat... það eru góð jól og verður ennþá gleðilegra eftir jólin, þegar það koma engir visareikningar með stjarnfræðilegu upphæðunum

Jónína Dúadóttir, 31.10.2008 kl. 12:29

2 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Mikið erum við sammála mín kæra Jónína, það ætti að banna jólgjafir með lögum

Heiður Helgadóttir, 31.10.2008 kl. 12:35

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góða helgi Heidi mín skemmtilegt sem þú segir.

Kristín Katla Árnadóttir, 31.10.2008 kl. 15:23

4 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Eigðu ljúfa og góða helgi, mín kæra, og hafðu ekki áhyggjur...það sem búið er að brotlenda á botninum, hefur ekkert að fara nema UPP!

Sigríður Sigurðardóttir, 31.10.2008 kl. 18:25

5 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Katla min, sömuleiðis

Og Sigga mín, sömuleiðis, eigðu góða og gleðilega helgi

Heiður Helgadóttir, 31.10.2008 kl. 23:58

6 Smámynd: Helga skjol

Knús á þig mín kæra

Helga skjol, 1.11.2008 kl. 07:53

7 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Kerti og spil er bara hugguleg gjöf finnst mér.

Ad skreyta fallega og hafa gódann mat malt og appelsín(lúxus hérna á bæ)

og bara mátulegar gjafir.Tá taka allir jólin med jafnadargedi og enginn stressadur yfir vísareikningnum eftir nýárid.Kvedja frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 1.11.2008 kl. 11:04

8 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Góður matur og malt og appelsín, ég fæ nú vatn í munninn

Og Helga mín knús

Heiður Helgadóttir, 1.11.2008 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband