1.11.2008 | 14:22
Sparnaðarþula
Góðan og blessaðan daginn. Í gær las ég frábæra færslu Tigercopper, þar benti hann á góðar leiðir til þess að hjálpa þeim sem að minna mega sín á þessum erfiðu tímum, það er maður með stórt hjarta, mér leið vel eftir að hafa lesið færsluna hans
Jólin nálgast, þessi fallega hátíð, sem að er fyrir löngu orðin að hátíð brjálæðingslegra innkaupa, og yfirkeyrðra plastkorta.
Er ekki kominn tími til að banna jólagjafir, stinga einhverju smávegis að litlu börnunum, loka á jólagjafahrúgurnar sem að hafa tíðkast undanfarin ár, börn voru farin að metast á um hvað þau fengu marga pakka, eiginlega held ég að innihald pakkanna hafi ekki skipt svo miklu máli. Mesti spenningurinn var að tæta utan af pökkunum, og henda gjöfunum í hrúgu á gólfið, sjaldan var mikil hrifning af gjöfunum, enda eiga flest börn í dag alla skapaða hluti, og þarf eitthvað afar sérstakt til að gera þau glöð yfir gjöfunum sínum.
Einkennisbúningur í skólum væri ekki vitlaus hugmynd, allir jafnir þar, engum strítt eða lagður í einelti fyrir að vera í hallærislegum fötum, enginn rígur um fínustu og dýrustu merkin.
Og við konur sem að gerum oft skrítin fatakaup, hversu margar konur eru ekki með föt hangandi inni í skápum sem að ekki eru notuð, hafa jafnvel aldrei verið notuð, í sumum tilfellum er ekki búið að taka verðmiðinn af flíkunum. Tilvalið að tína allt fram úr skápum, hengja inn það sem að er notað, hafa fataskipta partý með vinkonunum, eða gefa til Hjálpræðishersins, sem að selur föt á vægu verði.
Þarna er hægt að slá tvær flugur í einu höggi, loksins að hreinsa til í fataskápnum, loksins er komið gott pláss, kannski nælir þú þér í peysuna sem að hún Jóhanna keypti í fyrra, en notaði aldrei, og hún fær pilsið þitt, sem að þú fílaðir ekki, og báðar eru alsælar.
Svona væri hægt að telja endalaust.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Dægurmál | Facebook
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.