2.11.2008 | 12:08
Sunnudagsblogg
Og hér sit ég á sunnudagsmorgni, með kaffið hans Arvid míns í hlunknum, og les blogg, fastir liðir eins og venjulega.
Hér í Malmö er ósköp grátt veður, er eiginlega búin að ákveða að vera bara heima í rólegheitum, kannski þvæ ég nokkra glugga á eftir, en hér í Svíþjóð er gluggaþvottur jafn áríðandi og að strjúka yfir gólfin. Ég verð nú að viðurkenna að ég er ekki mikið fyrir þessa gluggaþvotta, mest vegna þess að ég er með háa glugga, og er eiginlega í lífshættu þegar að ég er að þvo gluggana að utan. En nágrannar mínir láta það ekki á sig fá, og eru í endalausum gluggaþvottum, og horfa stundum meinfýsilega á mig, þegar að þau eru að lýsa síðasta þvotti, ég þykist ekkert skilja, en auðvitað finnst þeim ég vera skömm fyrir húsið.
Ég er búin að kaupa miða til Spánar, fékk miða með Norsku flugfélagi, og nú er von mín sú að þeir fari ekki á hausinn fyrr en eftir áramót, svo að ég komist vandræðalaust ferða minna.
Ekki vann ég í bansettu Lottóinu, eins og að ég vandaði mig þegar að ég valdi númerin, en um leið samgleðst ég þeim sem að unnu 33 milljónir heima á Íslandi, vona að vinningurinn hafi lent á réttum stað, hjá einhverjum sem að virkilega þurftu peninga.
Tel þetta vera nóg í bili, óska öllum góðs sunnudags.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:27 | Facebook
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með Spánarmiðann elskuleg, þetta verður frábært fyrir þig Flugfélagið fer ekkert á hausinn... eru það nokkuð íslendingar sem eiga það annars ?
Jónína Dúadóttir, 2.11.2008 kl. 13:22
Já, ég var ósköp ánægð þegar að ég náði í miða á þokkalegu verði, nei sem betur fer, ég athugaði það áður en að ég keypti miðann
Heiður Helgadóttir, 2.11.2008 kl. 13:51
Æ Ædislegt ad vera fara í fríííí.
Hér er yndislegt vedur sólin skein í dag og alveg logn.Erum búin ad fara í smá göngu ad versla pínulítid svo í fitness í 45 mín og svo teija á eftir...Bara yndislegt.Tad er bara versta med mig ég fer í ham og æfi í nokkra daga svo hætti ég ...Tarf ad taka mig svolítid í gegn med tetta.
kvedja úr Jyderup.
Gudrún Hauksdótttir, 2.11.2008 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.