Af hverju er kallin ekki kominn kæru bloggvinir, eftir hverju eruð þið að bíða

Og það er kominn þriðjudagur, mikið líður nú tíminn fljótt, áður en að ég veit af verð ég orðin kelling komin á aldur, sitjandi með fjarstýringu í þægilegum stól, horfandi á allar "sápur" sem að ég geri ekki í dag.

Hér í Malmö er þetta venjulega gráa veður, og rigningarsuddi, gott er nú að losna við fjandans rokið.

Ég er í löngu fríi, þar sem að ferjan mín er í Gautaborg í slipp, við fengum að velja starfsfólkið hvort að við vildum fara með, og dunda okkur við hreingerningar, en löt erum við, ekkert af okkur hafði áhuga fyrir því, völdum að vera heima hjá okkur, og nota kraftana í hreingerningar heima hjá okkur, en ég verð nú að viðurkenna að fríið hjá mér hefur farið í allt annað en að hreingerningar, en ég á nokkra daga eftir.

Ég er ekki búin að gefa upp alla von um að bloggvinir mínir sendi mér kall, mér svona datt í hug hvort að einhver af bankaköllunum þyrfti að flýja land, með margar millur í trillunni sinni, hann er velkomin til mín, og getur svo sem fengið að vera svo lengi sem að einhverjar millur eru eftir, og um leið þarf hann að vera duglegur í tiltektum og þvottum.

Hef ekki tíma fyrir meira blogg, en heilsa uppá ykkur eftir hádeigi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jacky Lynn

Þar sem að ég þarf að notast mikið við orðabók þegar ég skrifa á Íslensku, tók það mig langan tíma að skilja hvað þú áttir við með "Millur"..... ég hélt fyrst að þú værir að tala um "Myllur" og var alls ekki að sjá fyrir mér Myllur um borð í Tryllu !!?

Jacky Lynn

Jacky Lynn, 4.11.2008 kl. 13:04

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hérna er einn :"" en hann á ekki tryllu og engar millur

Jónína Dúadóttir, 4.11.2008 kl. 13:46

3 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Humm,

Guðný Einarsdóttir, 4.11.2008 kl. 18:45

4 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Jacky Lynn, ég er sjalf orðin afar léleg í málinu okkar, en millur eru milljónir, og trillur eru víst smá ferðatöskur á hjólum. Ég hef þessa visku um trillurnar frá systur minni, sem að er alltaf með trillu þegar að hún kemur til mín. Vonandi er ég að fara með rétt mál.

Jónína mín, þakka þér fyrir kallinn, en í augnablikinu vil ég helst kall með margar miljónir í trillunni sinni.

Guðný, ég skil að þú ert orðlaus.

Heiður Helgadóttir, 4.11.2008 kl. 18:53

5 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Heidi mín, "billjónakarlarnir" virðast allir vera burtfluttir til Borneo, Bahamas eða Timbuktú Kicking Dirt!  Sorry, en hef augun áfram opin! 





Sigríður Sigurðardóttir, 4.11.2008 kl. 20:13

6 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Endilega hafðu augun opin, nú eru jólin að nálgast, væri gott ef að hann drifi sig í jóla hreingerningarnar hjá mér.

Heiður Helgadóttir, 4.11.2008 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heidi Helga

Höfundur

Heiður Helgadóttir
Heiður Helgadóttir
Kona á besta aldri, konur eru jú alltaf á besta aldri, ég er frekar stutt, ég þykist alltaf vera svolítið léttari en ég er, og skónúmer mitt er 39.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • bild1
  • 4130 P 1282609870763
  • 4085 P 1282005836254
  • 4071 P 1281936149867
  • bild1
Leita í fréttum mbl.is

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband