5.11.2008 | 13:58
Ég hef ekki mikið vit.....................................
Ég hef ekki mikið vit á þessum leiðindamálum Kaupþings og annarra svikahrappa þarna heima á Íslandi, en er svona að velta fyrir mér hvort að þessir menn eigi ekki erfitt með svefn þessa dagana, geta þeir horft í augun á fólki, þora þeir út úr húsi, eða hafa þeir allir flúið land.
Eiginlega hefði átt að stilla þeim út á Lækjartorgi, hafa við höndina tunnur með fúleggjum og skemmdum mat, sem að almenningur hefði getað kastað á þá til að fá smá útrás á reiði sinni gagnvart þessum mönnum.
Yfirlýsingin kom frá forstjóra Kaupþings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Dægurmál | Facebook
Um bloggið
Heidi Helga
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Forstjóri Kaupþings ætti að hundskammast sín og sjá sóma sinn og greiða orðalaust þjófsféið til baka.
Ólöf Björnsdóttir (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 16:07
Heidi, það er nú svo merkilegt með þessa menn að þeir ganga hér um götur eins og saklausir englar. Þeir finna enga skömm hjá sér enda hér á landi fullt af liði hér sem finnst þetta bara allt í lagi.
Það stefnir í að heimili þúsunda fjölskyldna verði gjaldþrota vegna misgjörða þeirra. Reiði almennings er hinsvegar að vaxa og vonandi verða þeir látnir gjalda gjörða sinna.
DanTh, 5.11.2008 kl. 16:47
Ólöf, svo sannarlega rétt hjá þér.
Daníel, stórmerkilegt, er ekki samviska í tísku.
Heiður Helgadóttir, 6.11.2008 kl. 13:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.